Málsnúmer 2023031120Vakta málsnúmer
Rætt um fyrirhugaðar breytingar á húsnæði Síðuskóla og Oddeyrarskóla, en til stendur að taka þar í notkun nýjar leikskóladeildir haustið 2023.
Gunnar Már Gunnarsson var málshefjandi og leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:
Hvernig verður fyrirkomulagi kennslu list- og verkgreina háttað í Oddeyrarskóla, í ljósi fyrirhugaðra breytinga á núverandi kennslurými? Óskað er eftir svari við fyrsta tækifæri enda mikilvægt að tryggja að allir nemendur fái kennslu í smíðum í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla.
Til máls tóku Heimir Örn Árnason, Jón Hjaltason og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Þá lögðu Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir fram svofellda tillögu:
Bæjarstjórn beinir því til fræðslu- og lýðheilsuráðs að kanna hvernig kennslu og umgjörð starfs-, list- og verknáms sé háttað í grunnskólum bæjarins, til að meta stöðuna og út frá því setja fram tillögur um aðgerðir í þeim tilgangi að auka vægi list- og verkgreina í starfi skólanna.
Þá tóku til máls Lára Halldóra Eiríksdóttir og Jón Hjaltason.