Málsnúmer 2021062236Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga AVH verkfræðistofu að breytingu á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri. Í breytingunni felst eftirfarandi:
- Skipulagsmörk færast til austurs að Dalsbraut.
- Á svæði norðan Norðurslóðar, merkt reitur C, er afmarkaður byggingarreitur fyrir allt að 8.600 m² skrifstofuhúsnæði.
- Á svæði meðfram Dalsbraut eru afmarkaðar þrjár lóðir, merktar D, E og F, fyrir uppbyggingu stúdentagarða, samtals allt að 7.600 m², fyrir einstaklingsherbergi með sameiginlegri aðstöðu, stúdíó- og tveggja herbergja íbúðir.
Jón Hjaltason óskar bókað eftirfarandi:
Í desember 2020 sameinuðust Heilbrigðisráðuneytið og Akureyrarbær um byggingu hjúkrunarheimilis við Vestursíðu 9 á Akureyri sem á að vera risið í árslok 2023. Undirritaður skilur vel ótta við frekari frestun framkvæmda. Því er mikilvægt að finna heimilinu þegar í stað annað byggingarsvæði þar sem hugsað verður til langrar framtíðar með það markmið að á ókomnum árum rísi við hjúkrunarheimilið íbúðir fyrir 60 ára og eldri með líku fyrirkomulagi og til dæmis í Mörkinni við Suðurlandsbraut í Reykjavík.