Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 2. febrúar 2023:
Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 25. janúar 2023:
Lögð fram endurskoðuð tillaga að húsnæðisáætlun fyrir Akureyrarbæ 2023-2032.
Skipulagsráð leggur til að framlögð húsnæðisáætlun verði samþykkt með þeirri breytingu að gert verði ráð fyrir að félagslegar íbúðir á vegum sveitarfélagins verði árlega 5% af nýju húsnæði og að hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði verði árlega 30%. Telur skipulagsráð húsnæðisáætlun því vera í samræmi við rammasamning ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum.
Málinu er vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Hulda Elma Eysteinsdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir, Andri Teitsson og Gunnar Már Gunnarsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð samþykkir að vísa húsnæðisáætlun til umræðu og samþykktar í bæjarstjórn.
Lára Halldóra Eiríksdóttir kynnti og leggur fram svofellda tillögu:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að hefja samtal við ríki og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um gerð rammasamnings um aukið framboð íbúða á árunum 2023-2032.
Þá tók til máls Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Þá tók til máls Hilda Jana Gísladóttir og leggur fram svofelldar tvær tillögur:
Akureyrarbær mun formlega óska eftir samvinnu við þau nágrannasveitarfélög sem teljast mynda sameiginlegt atvinnusvæði um gerð sameiginlegrar húsnæðisáætlunar fyrir svæðið í samræmi við 1. gr. reglugerðar um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga nr. 1248/2018
Bætt verði við húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar sérstök greining fyrir Hrísey og Grímsey.
Þá tóku til máls Halla Björk Reynisdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Gunnar Már Gunnarsson og Andri Teitsson.