Bæjarstjórn

3523. fundur 07. febrúar 2023 kl. 16:00 - 18:49 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason forseti bæjarstjórnar
  • Hlynur Jóhannsson
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
  • Halla Birgisdóttir Ottesen
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Andri Teitsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
Starfsmenn
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Halla Birgisdóttir Ottesen F-lista sat fundinn í forföllum Brynjólfs Ingvarssonar.

1.Lausnarbeiðni

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni Málfríðar Stefaníu Þórðardóttur F-lista dagsett 1. febrúar 2023 um að vera leyst undan störfum í bæjarstjórn Akureyrar og öðrum nefndum bæjarins til loka kjörtímabils.
Bæjarstjórn samþykkir lausnarbeiðnina samhljóða með 11 atkvæðum.

2.Breytingar í nefndum 2022-2026 - tilnefningar þingfulltrúa hjá samtökum sveitarfélaga og í stjórnir

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga L-lista um breytingu á eftirfarandi tilnefningum:

a) þingfulltrúa á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Hulda Elma Eysteinsdóttir tekur sæti Gunnars Líndal Sigurðssonar sem þingfulltrúi. Halla Björk Reynisdóttir tekur sæti varaþingfulltrúa í stað Huldu Elmu Eysteinsdóttur.

b) aðalfulltrúa á ársþing SSNE.

Halla Björk Reynisdóttir tekur sæti Gunnars Líndal Sigurðssonar sem aðalfulltrúi. Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir tekur sæti varafulltrúa í stað Höllu Bjarkar Reynisdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða með 11 atkvæðum.

3.Bæjarmálasamþykkt - breytingar og viðauki vegna barnaverndar

Málsnúmer 2023011383Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 2. febrúar 2023:

Lögð fram tillaga að breytingu á bæjarmálasamþykkt og viðaukum vegna breytinga á barnaverndarlögum nr. 80/2002.

Bæjarráð samþykkir breytingar á bæjarmálasamþykktinni og viðaukum sem tilkomnar eru vegna breytinga á barnaverndarlögum nr. 80/2002 og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp og breytingu á viðauka með samþykktinni og vísar málinu til seinni umræðu í bæjarstjórn.

4.Dalvíkurlína 2 - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2021110081Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 25. janúar 2023:

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna lagningar Dalvíkurlínu 2. Tillagan er lögð fram með breytingum varðandi legu strengsins meðfram frístundabyggð.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna lagningar Dalvíkurlínu 2. skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Tónatröð 2-14 - breyting á deiliskipulagi Spítalavegar

Málsnúmer 2021110358Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. nóvember 2022:

Lögð fram að nýju drög Yrki arkitekta ehf. að breytingu á deiliskipulagi Spítalavegar þar sem gert er ráð fyrir fjórum fjölbýlishúsum vestan megin við Tónatröð á svæði þar sem nú eru lóðir 2, 4, 6, 10, 12 og 14. Er útfærsla deiliskipulagsins miðuð við að litlar sem engar breytingar verði á lóð Tónatraðar 8 þar sem ekki liggur fyrir heimild Minjastofnunar Íslands til að fjarlægja húsið. Auk deiliskipulagstillögu eru lagðar fram athugasemdir, umsagnir og minnisblöð sem fyrir liggja í tengslum við kynningu á lýsingu aðalskipulagsbreytingar.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs 4. maí sl. og var afgreiðslu frestað þar til nýtt skipulagsráð hefði tekið við að loknum sveitarstjórnarkosningum.

Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista og Jón Hjaltason báru upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista bar upp vanhæfi með fyrirvara um álit bæjarlögmanns.

Sif, Jón og Sunna Hlín viku af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að vísa ákvörðun um hvort kynna eigi drög að deiliskipulagi skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samsvarandi drög að breytingu aðalskipulags til bæjarstjórnar.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað eftirfarandi:

Ef horfa á til breytinga á skipulagi Tónatraðar væri eðlilegra að svæðið væri skipulagt sem almennur þróunarreitur og auglýst eftir samstarfsaðila vegna vinnu við skipulag reitsins, þó með þeim skilyrðum að uppbygging falli vel að nærliggjandi byggð.


Hlynur Jóhannsson kynnti málið.

Til máls tók Hilda Jana Gísladóttir og leggur fram svofellda tillögu:

Drög að breytingum á skipulagi svæðisins við Tónatröð fari í ráðgefandi íbúakosningu, sem fari fram eigi síðar en 30. apríl nk. í þjónustugátt Akureyrarbæjar.

Þá tóku til máls Jana Salóme I. Jósepsdóttir, Gunnar Már Gunnarsson, Hilda Jana Gísladóttir, Hulda Elma Eysteinsdóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Andri Teitsson, Lára Halldóra Eiríksdóttir, Hlynur Jóhannesson, Halla Björk Reynisdóttir og Heimir Örn Árnason.

Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að kynna drög að deiliskipulagi skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samsvarandi drög að breytingu aðalskipulags.

Hilda Jana Gísladóttir, Jana Salóme I. Jósepsdóttir og Halla Birgisdóttir Ottesen greiða atkvæði gegn tillögunni. Halla Björk Reynisdóttir situr hjá.


Þá eru greidd atkvæði um tillögu Hildu Jönu Gísladóttur:

Drög að breytingum á skipulagi svæðisins við Tónatröð fari í ráðgefandi íbúakosningu, sem fari fram eigi síðar en 30. apríl nk. í þjónustugátt Akureyrarbæjar.

Þrír greiddu atkvæði með tillögunni, átta greiddu atkvæði gegn tillögunni. Tillagan var felld.


Meirihlutinn óskar bókað:

Á síðasta kjörtímabili var samþykkt að heimila SS Byggi að vinna að gerð breytingar á deiliskipulagi Spítalavegar í samráði við skipulagsráð. Á þessum fundi er því ekki verið að fjalla um þá ákvörðun heldur þá tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem nú liggur fyrir. Það er mat okkar að mikilvægt sé að nýta takmarkað landsvæði bæjarins með skynsamlega þéttingu byggðar í huga og fellur svæðið við Tónatröð þar undir þar sem um er að ræða spennandi uppbyggingarsvæði miðsvæðis á Akureyri. Fyrirliggjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi er í samræmi við þessar áherslur og í því ljósi teljum við að kynna ætti tillöguna fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum með formlegum hætti í samræmi við ákvæði skipulagslaga, samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins. Þar sem eingöngu er um að ræða vinnslutillögu eða drög að breytingu að þá eru enn tækifæri til að gera breytingar á tillögunni til að koma til móts við athugasemdir og ábendingar sem kunna að berast.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:

Á bæjarstjórnarfundi er til afgreiðslu hvort kynna eigi drög að breytingu á skipulagi við Tónatröð. Ýmislegt hefur verið sagt og ritað um fyrri gjörninga í þessu máli. Við getum verið sammála að betur hefði farið á því í upphafi að auglýsa eftir hugmyndum. Þá hefðum við væntanlega fjölbreyttara val og jafnræðis hefði verið betur gætt.

En staðan nú er þessi: Meirihluti fyrri bæjarstjórnar samþykkti lóðavilyrði fyrir fjölbýlishúsauppbyggingu í Tónatröð þar sem byggt yrði upp í brekkuna, að því gefnu að skipulagsbreyting yrði samþykkt. Það er okkar skilningur að lóðinni hafi ekki verið úthlutað á þessu stigi málsins og verði ekki úthlutað fyrr en að loknum skipulagsbreytingum.

Umsækjandi lóðar hefur hins vegar skilað inn sinni skipulagstillögu og það er þessarar bæjarstjórnar að samþykkja - eða ekki - hvort kynna eigi tillöguna fyrir bæjarbúum sem drög að deiliskipulagi. Samþykki bæjarstjórn þá er tillagan borin undir bæjarbúa með formlegum hætti og umsækjanda lóðar gefst frekara tækifæri til þess að kynna hugmyndir sínar. Öllum íbúum bæjarins gefst að sama skapi tækifæri til að bera fram spurningar um verkefnið og skila inn ábendingum.

Það er því ekki þar með sagt að þetta sé sú tillaga sem bæjarstjórn samþykkir á endanum og ýmsir þættir sem við bæjarfulltrúar Framsóknar viljum skoða nánar í frekari vinnu við skipulagið. Af þeirri ástæðu samþykkjum við að setja þessi drög að skipulagi í kynningu og vonum að íbúar verði duglegir að koma skoðunum sínum á framfæri og taka þátt í ferlinu með okkur.


Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista óskar bókað:

Það er miður að meirihluti bæjarfulltrúa fari gegn samþykkt í núgildandi aðalskipulagi og hunsi algjörlega varðveislugildi og vernd eldri byggðar sem leiðir af sér óafturkræfa breytingu á bæjarmyndinni.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista óskar bókað:

Það er miður að meirihluti bæjarstjórnar sé andsnúin því að fram fari ráðgefandi íbúakosning um jafn umdeilt skipulagsmál og um ræðir við Tónatröð. Í ljósi þess að Minjastofnun féllst ekki á flutning húss í miðju þess reits sem um ræðir, er hugmynd um uppbyggingu fjölbýlishúsa ekki lengur fýsilegur kostur og ætti frekar að horfa til lágreistari byggðar á svæðinu, sem myndi falla betur að nærliggjandi byggð. Þá er ástæða til að árétta að það lóðavilyrðri sem síðasta bæjarstjórn veitti og liggur til grundvallar málinu nú var ekki í anda góðrar stjórnsýslu og jafnræðis.


Að lokum óskaði meirihlutinn bókað:

Nú verður málið kynnt almenningi og öðrum hagsmunaaðilum með formlegum hætti í samræmi við ákvæði skipulagslaga. Við teljum þá leið farsælli til íbúasamráðs en íbúakosning á þessum tímapunkti.

6.Húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2019020182Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 2. febrúar 2023:

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 25. janúar 2023:

Lögð fram endurskoðuð tillaga að húsnæðisáætlun fyrir Akureyrarbæ 2023-2032.

Skipulagsráð leggur til að framlögð húsnæðisáætlun verði samþykkt með þeirri breytingu að gert verði ráð fyrir að félagslegar íbúðir á vegum sveitarfélagins verði árlega 5% af nýju húsnæði og að hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði verði árlega 30%. Telur skipulagsráð húsnæðisáætlun því vera í samræmi við rammasamning ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum.

Málinu er vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Hulda Elma Eysteinsdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir, Andri Teitsson og Gunnar Már Gunnarsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð samþykkir að vísa húsnæðisáætlun til umræðu og samþykktar í bæjarstjórn.


Lára Halldóra Eiríksdóttir kynnti og leggur fram svofellda tillögu:

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að hefja samtal við ríki og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um gerð rammasamnings um aukið framboð íbúða á árunum 2023-2032.

Þá tók til máls Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Þá tók til máls Hilda Jana Gísladóttir og leggur fram svofelldar tvær tillögur:

Akureyrarbær mun formlega óska eftir samvinnu við þau nágrannasveitarfélög sem teljast mynda sameiginlegt atvinnusvæði um gerð sameiginlegrar húsnæðisáætlunar fyrir svæðið í samræmi við 1. gr. reglugerðar um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga nr. 1248/2018

Bætt verði við húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar sérstök greining fyrir Hrísey og Grímsey.

Þá tóku til máls Halla Björk Reynisdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Gunnar Már Gunnarsson og Andri Teitsson.

Tillögur Hildu Jönu Gísladóttur lagðar fram til atkvæðagreiðslu:


Akureyrarbær mun formlega óska eftir samvinnu við þau nágrannasveitarfélög sem teljast mynda sameiginlegt atvinnusvæði um gerð sameiginlegrar húsnæðisáætlunar fyrir svæðið í samræmi við 1. gr. reglugerðar um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga nr. 1248/2018.

Tillagan var samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.


Bætt verði við húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar sérstök greining fyrir Hrísey og Grímsey.

Tillagan var samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.


Samþykkt var samhljóða með 11 atkvæðum að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar bæjarstjórnar.

7.Gatnagerðargjöld 2023

Málsnúmer 2023010256Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 26. janúar 2023:

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. janúar 2023:

Lagt fram minnisblað um samanburð á gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld í þéttbýlissveitarfélögum.

Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að breyting verði gerð á gjaldskrá gatnagerðargjalda þannig að gjald fyrir fjölbýlishús verði það sama og fyrir önnur íbúðarhús eða 15% í stað 12,5%. Þá er einnig lagt til að á móti lækki gjald fyrir bílakjallara fjölbýlishúsa úr 5,0% í 3,75%. Forsendur þessara breytinga eru þær að uppbygging og rekstur gatnakerfis færist nær því að standa undir sér. Á sama tíma er gert ráð fyrir lækkun á gjaldi fyrir bílakjallara til að hvetja til byggingar þeirra og betri landnýtingar.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum tillögu skipulagsráðs og vísar henni til umræðu og afreiðslu í bæjarstjórn. Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista situr hjá.


Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum tillögu skipulagsráðs að breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda og vísar málinu til seinni umræðu í bæjarstjórn.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Gunnar Már Gunnarsson og Halla Birgisdóttir Ottesen sitja hjá.
Hlé var gert á fundi bæjarstjórnar kl. 17:43.
Fundi var framhaldið kl. 17:47.

8.Reglur um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ

Málsnúmer 2022100188Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 2. febrúar 2023:

Liður 8. í fundargerð bæjarráðs dagsettri 26. janúar 2023:

Liður 2 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 16. janúar 2023:

Lögð fyrir til samþykktar drög að reglum um heimgreiðslur.

Áheyrnarfulltrúar: Andrea Ösp Andradóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um heimgreiðslur með fimm atkvæðum.

Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista og Ísak Már Jóhannesson S-lista óska að bóka:

Þar sem þær reglur um heimgreiðslur sem hér eru lagðar fram til samþykktar eru í meginatriðum óbreyttar frá drögum sem kynnt voru á fundi þann 21. nóvember sl. vilja undirrituð ítreka bókanir sem gerðar voru við málið á því stigi. Ef koma skal á heimgreiðslum þyrfti það að vera tímabundin lausn meðan byggð verða upp leikskólapláss til að mæta þeirri vöntun sem er og verður til staðar og þá telja undirrituð nauðsynlegt að tekjutengja styrkina svo þeir nýtist aðeins þeim sem á þurfa að halda. Reglurnar eru kynntar sem tilraunaverkefni og því er mikilvægt að það liggi fyrir hvernig árangur tilraunarinnar verður metinn áður en hún hefst.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur Kristínu Jóhannesdóttur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs að vinna minnisblað um reglurnar og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum fyrirliggjandi reglur um heimgreiðslur með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn. Í reglunum er gert ráð fyrir að forráðamenn geti sótt um mánaðarlegar greiðslur sem nemi 105.000 kr. þegar barn nær 12 mánaða aldri. Greiðslur falli niður þegar barni býðst leikskólapláss eða pláss hjá dagforeldri. Hilda Jana Gísladóttir situr hjá.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista óska bókað: Mikilvægast er að sveitarfélagið tryggi fjölgun leikskólarýma samhliða mati á því hvort og þá hvernig sé hægt að innrita 12 mánaða börn á leikskóla oftar yfir árið, en sérstaklega mikilvægt er að slíkt væri gert í samráði við fagfólk leikskólanna. Við höfum efasemdir um að með biðlistabótum, líkt og hér er um að ræða, sé jafnræðis gætt t.d. gagnvart fötluðu fólki sem er á biðlista eftir lögbundinni þjónustu. Það er óheppilegt að ekki liggi fyrir hvernig meta eigi árangurinn af umræddu tilraunaverkefni. Þá er óeðlilegt að ekki sé framkvæmt jafnréttismat áður en endanleg ákvörðun er tekin.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óskar bókað: Samþykki að bjóða heimgreiðslur til foreldra og forráðamanna í tilraunaskyni á meðan ekki hefur tekist að brúa bil fæðingarorlofs og leikskóla. Það hefur verið stefna Akureyrarbæjar frá hausti 2021 að innrita 12 mánaða börn inn á leikskóla og ætti því að setja í algjöran forgang að útfæra hvernig hægt sé að innrita 12 mánaða börn oftar yfir árið og eyða biðlistum í stað þess að horfa til heimgreiðslna í framtíðinni.


Heimir Örn Árnason kynnti og leggur fram svofellda tillögu:

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur sem fela í sér heimgreiðslur til foreldra/forráðamanna í tilraunaskyni til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla eða dagforeldra. Greiðslur falli niður þegar barni býðst leikskólapláss eða pláss hjá dagforeldri.

Hilda Jana Gísladóttir tók til máls og leggur til svofellda tillögu:

Gerð verði greining á árangri tilraunaverkefnisins með sérstakri áherslu á framkvæmd jafnréttismats.

Þá tóku til máls Sunnu Hlín Jóhannesdóttir, Heimir Örn Árnason og Hulda Elma Eysteinsdóttir.

Þá tók til máls Jana Salóme I. Jósepsdóttir og lagði fram svofellda tillögu:

Bæjarstjórn mun koma á laggirnar starfshópi sem falið verður að koma með tillögur um hvernig hægt sé að stíga næstu skref við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Tryggð verði aðkoma fagfólks, foreldra og kjörinna fulltrúa.

Þá tóku til máls Halla Björk Reynisdóttir, Andri Teitsson og Hilda Jana Gísladóttir.



Tillaga Hildu Jönu Gísladóttur S-lista er lögð fram til atkvæða:

Gerð verði greining á árangri tilraunaverkefnisins með sérstakri áherslu á framkvæmd jafnréttismats.

Tillagan var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


Tillaga Jönu Salóme I. Jósepsdóttur V-lista er lögð fram til atkvæða:

Bæjarstjórn mun koma á laggirnar starfshópi sem falið verður að koma með tillögur um hvernig hægt sé að stíga næstu skref við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Tryggð verði aðkoma fagfólks, foreldra og kjörinna fulltrúa.

Með tillögunni greiddu 5, á móti greiddu sex. Tillagan var felld.


Þá var tillaga meirihlutans lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum fyrirliggjandi reglur sem fela í sér heimgreiðslur til foreldra/forráðamanna í tilraunaskyni til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla eða dagforeldra. Greiðslur falli niður þegar barni býðst leikskólapláss eða pláss hjá dagforeldri.

Hilda Jana Gísladóttir, Jana Salóme I. Jósepsdóttir og Halla Birgisdóttir Ottesen sitja hjá.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme I. Jósepsdóttir óska bókað:

Mikilvægast er að sveitarfélagið tryggi fjölgun leikskólarýma samhliða mati á því hvort og þá hvernig sé hægt að innrita 12 mánaða börn á leikskóla oftar yfir árið, en sérstaklega mikilvægt er að slíkt væri gert í samráði við fagfólk leikskólanna. Við höfum efasemdir um að með biðlistabótum, líkt og hér er um að ræða, sé jafnræðis gætt t.d. gagnvart fötluðu fólki sem er á biðlista eftir lögbundinni þjónustu. Það er óheppilegt að ekki liggi fyrir hvernig meta eigi árangurinn af umræddu tilraunaverkefni. Þá er óeðlilegt að ekki sé framkvæmt jafnréttismat áður en endanleg ákvörðun er tekin. Þá óttumst við að biðlistabætur komi ekki til með að gagnast öllum, enda fáir sem geta framfleytt sér á 105 þúsund krónum á mánuði.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:

Við samþykkjum að bjóða heimgreiðslur til foreldra og forráðamanna í tilraunaskyni á meðan ekki hefur tekist að brúa bil fæðingarorlofs og leikskóla. Það hefur verið stefna Akureyrarbæjar frá hausti 2021 að innrita 12 mánaða börn inn á leikskóla og ætti því að setja í algjöran forgang að útfæra hvernig hægt sé að innrita 12 mánaða börn oftar yfir árið og eyða biðlistum í stað þess að horfa til heimgreiðslna í framtíðinni.

9.Loftgæði og umferð á Akureyri

Málsnúmer 2023011287Vakta málsnúmer

Umræða um loftgæði og bílaumferð.

Málshefjandi er Jana Salóme I. Jósepsdóttir og leggur fram svofellda tillögu:

Bæjarstjórn samþykkir að endurskoða núgildandi verklagsreglur vegna svifryksmengunar með það að leiðarljósi að möguleiki sé á að nýta þær heimildir sem fram koma í 2. og 3. mgr. 85 gr. umferðarlaga um takmörkun umferðar vegna loftmengunar. Bæjarstjórn vísar tillögunni til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Til máls tók Andri Teitsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að við endurskoðun núgildandi verklagsreglna vegna svifryksmengunar með það að markmiði að hafa möguleika á að nýta þær heimildir sem fram koma í 2. og 3. mgr. 85 gr. umferðarlaga um takmörkun umferðar vegna loftmengunar. Bæjarstjórn vísar tillögunni til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

10.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2023010626Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, 19. og 26. janúar og 2. febrúar 2023
Bæjarráð 26. janúar og 2. febrúar 2023
Fræðslu- og lýðheilsuráð 16. og 30. janúar 2023
Skipulagsráð 25. janúar 2023
Umhverfis- og mannvirkjaráð 17. janúar 2023
Velferðarráð 25. janúar 2023

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 18:49.