Málsnúmer 2023010256Vakta málsnúmer
Liður 7 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 7. febrúar 2023:
Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 26. janúar 2023:
Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. janúar 2023:
Lagt fram minnisblað um samanburð á gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld í þéttbýlissveitarfélögum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að breyting verði gerð á gjaldskrá gatnagerðargjalda þannig að gjald fyrir fjölbýlishús verði það sama og fyrir önnur íbúðarhús eða 15% í stað 12,5%. Þá er einnig lagt til að á móti lækki gjald fyrir bílakjallara fjölbýlishúsa úr 5,0% í 3,75%. Forsendur þessara breytinga eru þær að uppbygging og rekstur gatnakerfis færist nær því að standa undir sér. Á sama tíma er gert ráð fyrir lækkun á gjaldi fyrir bílakjallara til að hvetja til byggingar þeirra og betri landnýtingar.
Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum tillögu skipulagsráðs og vísar henni til umræðu og afreiðslu í bæjarstjórn. Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista situr hjá.
Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum tillögu skipulagsráðs að breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda og vísar málinu til seinni umræðu í bæjarstjórn.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Gunnar Már Gunnarsson og Halla Birgisdóttir Ottesen sitja hjá.
Halla Björk Reynisdóttir kynnti tillöguna. Auk hennar tók til máls Gunnar Már Gunnarsson.