Bæjarstjórn

3524. fundur 21. febrúar 2023 kl. 16:00 - 17:06 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason forseti bæjarstjórnar
  • Hlynur Jóhannsson
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
  • Halla Birgisdóttir Ottesen
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Andri Teitsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Jón Þór Kristjánsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Halla Birgisdóttir Ottesen F-lista sat fundinn í forföllum Brynjólfs Ingvarssonar.

1.Tímabundin lausnarbeiðni

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni Brynjólfs Ingvarssonar (Ó) dagsett 17. febrúar 2023 um að vera tímabundið leystur frá störfum sem bæjarfulltrúi og áheyrnarfulltrúi í bæjarráði til 10. apríl nk.
Bæjarstjórn samþykkir lausnarbeiðnina með 10 atkvæðum.

Hlynur Jóhannsson M-lista situr hjá.

2.Breytingar í nefndum 2022-2026 - bæjarráð

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Brynjólfs Ingvarssonar (Ó) um tímabundna breytingu á skipan fulltrúa í bæjarráði. Jón Hjaltason verði áheyrnarfulltrúi í stað Brynjólfs Ingvarssonar til 10. apríl 2023.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

Hlynur Jóhannsson M-lista situr hjá.

3.Breytingar í nefndum 2022-2026 - bæjarráð

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Brynjólfs Ingvarssonar (Ó) um tímabundna breytingu á skipan fulltrúa í bæjarráði. Halla Birgisdóttir Ottesen verði varaáheyrnarfulltrúi í stað Málfríðar Stefaníu Þórðardóttur til 10. apríl 2023.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

Hlynur Jóhannsson M-lista situr hjá.

4.Breytingar í nefndum 2022-2026 - fræðslu- og lýðheilsuráð

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Brynjólfs Ingvarssonar (Ó) um breytingu á skipan fulltrúa í fræðslu- og lýðheilsuráði. Halla Birgisdóttir Ottesen verði varamaður í stað Málfríðar Stefaníu Þórðardóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

Hlynur Jóhannsson M-lista situr hjá.

5.Breytingar í nefndum 2022-2026 - öldungaráð

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Brynjólfs Ingvarssonar (Ó) um breytingu á skipan fulltrúa í öldungaráði. Jón Hjaltason verði varamaður í stað Málfríðar Stefaníu Þórðardóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

Hlynur Jóhannsson M-lista situr hjá.

6.Breytingar í nefndum 2022-2026 - samráðshópur um málefni fatlaðs fólks

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Brynjólfs Ingvarssonar (Ó) um breytingu á skipan fulltrúa í samráðshópi um málefni fatlaðs fólks. Halla Birgisdóttir Ottesen verði aðalmaður í stað Málfríðar Stefaníu Þórðardóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

Hlynur Jóhannsson M-lista situr hjá.

7.Breytingar í nefndum 2022-2026 - samráðshópur um málefni fatlaðs fólks

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Brynjólfs Ingvarssonar um breytingu á skipan fulltrúa í samráðshópi um málefni fatlaðs fólks. Brynjólfur Ingvarsson verði varamaður í stað Höllu Birgisdóttur Ottesen.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

Hlynur Jóhannsson M-lista situr hjá.

8.Breytingar í nefndum 2022-2026 - velferðarráð

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Brynjólfs Ingvarssonar (Ó) um breytingu á skipan fulltrúa í velferðarráði. Tinna Guðmundsdóttir verði áheyrnarfulltrúi í stað Málfríðar Stefaníu Þórðardóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

Hlynur Jóhannsson M-lista situr hjá.

9.Breytingar í nefndum 2022-2026 - velferðarráð

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Brynjólfs Ingvarssonar (Ó) um breytingu á skipan fulltrúa í velferðarráði. Halla Birgisdóttir Ottesen verði varaáheyrnarfulltrúi í stað Tinnu Guðmundsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum að fresta málinu.

Hlynur Jóhannsson M-lista situr hjá.

10.Bæjarmálasamþykkt - breytingar og viðauki vegna barnaverndar

Málsnúmer 2023011383Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 7. febrúar 2023:

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 2. febrúar 2023:

Lögð fram tillaga að breytingu á bæjarmálasamþykkt og viðaukum vegna breytinga á barnaverndarlögum nr. 80/2002.

Bæjarráð samþykkir breytingar á bæjarmálasamþykktinni og viðaukum sem tilkomnar eru vegna breytinga á barnaverndarlögum nr. 80/2002 og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti málið.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp og breytingu á viðauka með samþykktinni og vísar málinu til seinni umræðu í bæjarstjórn.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti tillöguna.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar og breytingu á viðauka með samþykktinni. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að senda samþykktina til staðfestingar ráðherra.

11.Samþykkt fyrir velferðarráð - breytingar vegna barnaverndar

Málsnúmer 2023011382Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 16. febrúar 2023:

Liður 4 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. febrúar 2023:

Lögð fram til samþykktar breyting á samþykkt fyrir velferðarráð Akureyrarbæjar. Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti samþykkt um velferðarráð og vísar breyttri samþykkt til bæjarráðs.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á samþykkt fyrir velferðarráð Akureyrarbæjar og vísar málinu til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á samþykkt fyrir velferðarráð Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.

12.Barnaverndarþjónusta - samningur við Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 2023010023Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 16. febrúar 2023:

Liður 5 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. febrúar 2023:

Lagður fram til samþykktar samningur við Dalvíkurbyggð um barnaverndarþjónustu. Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir samning við Dalvíkurbyggð um barnaverndarþjónustu og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti samninginn.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa framlögðum samningi við Dalvíkurbyggð um barnaverndarþjónustu til síðari umræðu í bæjarstjórn.

13.Barnaverndarþjónusta - samningur við Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp

Málsnúmer 2023010024Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 16. febrúar 2023:

Liður 6 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. febrúar 2023:

Lagður fram til samþykktar samningur um barnaverndarþjónustu við Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir samning um barnaverndarþjónustu við Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp. Samningnum er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa framlögðum samningi um barnaverndarþjónustu við Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp til síðari umræðu í bæjarstjórn.

14.Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu skv. 12. gr. barnaverndarlaga

Málsnúmer 2022120565Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 16. febrúar 2023:

Liður 7 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. febrúar 2023:

Lögð fram til samþykktar samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar samkvæmt 3. mgr. 12. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og vísar málinu til bæjarráðs.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagða samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og vísar málinu til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti samþykktina.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar og vísar málinu til seinni umræðu í bæjarstjórn.

15.Gatnagerðargjöld 2023

Málsnúmer 2023010256Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 7. febrúar 2023:

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 26. janúar 2023:

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. janúar 2023:

Lagt fram minnisblað um samanburð á gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld í þéttbýlissveitarfélögum.

Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að breyting verði gerð á gjaldskrá gatnagerðargjalda þannig að gjald fyrir fjölbýlishús verði það sama og fyrir önnur íbúðarhús eða 15% í stað 12,5%. Þá er einnig lagt til að á móti lækki gjald fyrir bílakjallara fjölbýlishúsa úr 5,0% í 3,75%. Forsendur þessara breytinga eru þær að uppbygging og rekstur gatnakerfis færist nær því að standa undir sér. Á sama tíma er gert ráð fyrir lækkun á gjaldi fyrir bílakjallara til að hvetja til byggingar þeirra og betri landnýtingar.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum tillögu skipulagsráðs og vísar henni til umræðu og afreiðslu í bæjarstjórn. Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista situr hjá.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson.

Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum tillögu skipulagsráðs að breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda og vísar málinu til seinni umræðu í bæjarstjórn.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Gunnar Már Gunnarsson og Halla Birgisdóttir Ottesen sitja hjá.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti tillöguna. Auk hennar tók til máls Gunnar Már Gunnarsson.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir tillögu skipulagsráðs að breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda þannig að gjald fyrir fjölbýlishús verði það sama og fyrir önnur íbúðarhús eða 15% í stað 12,5%. Þá er einnig samþykkt að á móti lækki gjald fyrir bílakjallara fjölbýlishúsa úr 5,0% í 3,75%.

Gunnar Már Gunnarsson, Halla Birgisdóttir Ottesen og Sunna Hlín Jóhannesdóttir sitja hjá.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:

Í ljósi þess að um er að ræða talsverða hækkun gatnagerðargjalda fyrir fjölbýlishús á einu bretti hefði þurft að undirbyggja málið betur. Markmiðin með breytingunum hafa ekki verið rökstudd að fullu, né hafa áhrif gjaldskrárbreytinga verið greind nægjanlega vel að okkar mati. Þá gerum við athugasemd við að einungis var tekinn saman samanburður á gatnagerðargjöldum við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu en ekki nágrannasveitarfélög okkar. Því er erfitt að svo stöddu að gera sér grein fyrir því hvernig markaðurinn kemur til með að bregðast við hækkunum og hver þá áhrifin verða á þróun húsnæðisverðs. Það er full ástæða til þess að vanda sig meðan enn ríkir mikil óvissa í efnahagsmálum og mikilvægt að vinna ekki gegn markmiði Akureyrarbæjar að hér séu byggðar hagkvæmari íbúðir.

16.Húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2019020182Vakta málsnúmer

Liður 14 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. febrúar 2023:

Lögð fram uppfærð tillaga að húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar 2023-2032 til samræmis við afgreiðslu bæjarstjórnar frá 7. febrúar sl.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar 2023-2032 verði samþykkt.

Lára Halldóra Eiríksdóttir kynnti. Í umræðum tóku einnig til máls Hilda Jana Gísladóttir, Halla Björk Reynisdóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir húsnæðisáætlunina með 11 samhljóða atkvæðum.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:

Við viljum fagna því sérstaklega að í húsnæðisáætlun nú sé gert ráð fyrir því að 5% af nýju húsnæði verði félagslegar íbúðir á vegum sveitarfélagsins og að hagkvæmt húsnæði á viðráðanlegu verði, verði 30% af nýju húsnæði. Hins vegar er mikilvægt að leita allra leiða til að gera betur, því nú bíða allt að 231 einstaklingur eftir félagslegri íbúð, almennri leiguíbúð fyrir tekju- og eignarlága eða sértæku búsetuúrræði og getur biðin varað allt að fjórum árum. Árið 2032 er gert ráð fyrir að á þessum biðlistum geti orðið allt að 180 einstaklingar, sem enn er allt of mikið. Þessar tölur eru þó settar fram með fyrirvara um að ekki séu til nákvæmar tölur á biðlistum og að í einhverjum tilfellum gætu sömu einstaklingar verið á fleiri en einum biðlista samtímis. Mikilvægt er að gerðar verði úrbætur á nákvæmni þeirra talna sem við vinnum með í húsnæðisáætlun, ekki síst til að auka líkur á að hún gagnist okkur við stefnumótun sveitarfélagsins.

17.Grænbók um húsnæðis- og mannvirkjamál - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 2023020536Vakta málsnúmer

Umræða um grænbók um húsnæðis- og mannvirkjamál sem er til umsagnar í Samráðsgátt. Grænbókin er liður í vinnu við gerð tillögu til þingsályktunar um húsnæðisstefnu auk aðgerðaáætlunar sem lögð verður fram á Alþingi á yfirstandandi löggjafarþingi. Skipulagsráð tók málið fyrir á fundi sínum 15. febrúar sl. og gagnrýndi stuttan umsagnarfrest í málinu, en fresturinn hefur nú verið lengdur til 1. mars.

Skipulagsráð lagði áherslu á að samræmingar sé gætt við skilgreiningar á ólíkum búsetuúrræðum og að leitað verði leiða til að tryggja að jafnræðis sé gætt milli ábyrgðar sveitarfélaga í húsnæðismálum. Þá bókaði skipulagsráð um mikilvægi þess að endurskoða 15% kostnaðarþátttöku sveitarfélaga í nýbyggingum ríkins.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti efni grænbókarinnar og lagði fram tillögu að bókun. Auk hennar tóku til máls Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Hilda Jana Gísladóttir.
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi bókun með 11 samhljóða atkvæðum:

Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulagsráðs þar sem lögð er áhersla á að samræmingar sé gætt við skilgreiningar á ólíkum búsetuúrræðum og að leitað verði leiða til að tryggja að jafnræðis sé gætt milli ábyrgðar sveitarfélaga í húsnæðismálum. Þá telur bæjarstjórn mikilvægt að skoðað verði hvernig kostnaðarskipting ríkis og sveitarfélaga á nýbyggingum svo sem hjúkrunarheimilum og framhaldsskólum eigi að vera til framtíðar með það að leiðarljósi að einfalda rekstur og ábyrgð.

18.Grímsey - umræða

Málsnúmer 2023011140Vakta málsnúmer

Rætt um málefni Grímseyjar.

Halla Björk Reynisdóttir fór meðal annars yfir stöðu mála og næstu skref við lok byggðaþróunarverkefnisins Glæðum Grímsey, skipulagsmál, orkumál, sorpmál og atvinnumál. Þá vakti hún einnig athygli á samgöngumálum og lagði fram tillögu að bókun.

Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi bókun með 11 samhljóða atkvæðum:

Nú liggur fyrir að Sæfari fari í slipp í 6-8 vikur í apríl og maí og íbúar hafa ekki fengið upplýsingar um hvað tekur við. Bæjarstjórn Akureyrarbæjar skorar á Vegagerðina að leggja án tafar fram lausn á því hvernig skuli leysa ferjuna af hólmi þann tíma sem hún er í slipp og eyða þeirri óvissu sem upp er komin.

Þess má geta að um 60 manns eru með lögheimili í Grímsey auk árstíðabundinna íbúa sem dvelja tímabundið í eyjunni, til dæmis vinir, ættingjar, strandveiðimenn og aðrir sem vinna að ýmsum verkefnum í Grímsey um lengri eða skemmri tíma. Nauðsynlegt er fyrir þetta fólk að tryggar og áreiðanlegar samgöngur séu til og frá eyjunni, auk þess sem flytja þarf þangað tæki, tól og varning.

19.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2023010626Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 9. og 16. febrúar 2023
Bæjarráð 9. og 16. febrúar 2023
Fræðslu- og lýðheilsuráð 13. febrúar 2023
Skipulagsráð 15. febrúar 2023
Umhverfis- og mannvirkjaráð 7. febrúar 2023
Velferðarráð 8. febrúar 2023

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 17:06.