Málsnúmer 2019020182Vakta málsnúmer
Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 27. janúar 2022:
Lögð fram endurskoðuð húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar.
Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 16. desember sl.
Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar húsnæðisáætlun til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti húsnæðisáætlunina.
Í umræðum tóku til máls Hilda Jana Gísladóttir, Andri Teitsson, Þórhallur Jónsson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Eva Hrund Einarsdóttir.
Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.
Í upphafi fundar las forseti bæjarstjórnar upp eftirfarandi minningarorð:
Ingibjörg Ragnheiður Magnúsdóttir, fyrrum bæjarfulltrúi á Akureyri og skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Grund að kvöldi 20. janúar sl., 98 ára að aldri.
Ingibjörg fæddist 23. júní 1923 á Akureyri. Hún lauk gagnfræðaprófi frá MA, íþróttakennaranámi frá Íþróttaskóla Björns Jakobssonar á Laugarvatni 1943 og húsmæðraskólanámi í Uppsölum í Svíþjóð 1948. Þá lauk hún prófi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1961 og stundaði framhaldsnám í hjúkrunarkennslu og spítalastjórn við Sygeplejeskolen í Árósum 1964-1965. Síðar lauk hún stúdentsprófi við öldungadeild MH.
Ingibjörg kenndi fimleika á Siglufirði og í Reykjavík, sund á Suðureyri, í Miðfirði og víðar. Hún tók við stöðu hjúkrunarforstjóra við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þegar hún útskrifaðist úr hjúkrunarfræðináminu og var þar í tíu ár. Hún kom á fót fyrsta sjúkraliðanámi hér á landi og brautskráði fyrstu sjúkraliðana vorið 1966 og fann raunar upp nafnið sjúkraliði. Hún var einn af brautryðjendum námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og gegndi stöðu námsbrautarstjóra 1975-1990. Árið 1971 hóf hún störf í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og var skrifstofustjóri 1989-1993.
Ingibjörg var varabæjarfulltrúi á Akureyri kjörtímabilið 1966-1970 og var kosin aðalfulltrúi í bæjarstjórn Akureyrar 1970 og gegndi því þar til hún réðst til starfa í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu um mitt ár 1971.
Bæjarstjórn vottar aðstandendum Ingibjargar samúð sína, um leið og henni eru þökkuð störf í þágu bæjarfélagsins.