- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Framkvæmdir
- Tímabókanir
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fjármál og tölfræði
- Fyrir fjölmiðla
- Sveitarstjórnarkosningar 2022
- Mannlíf
- Þjónustugátt
- Fréttir
Á vestanverðum tjaldsvæðisreitnum, frá Hrafnagilsstræti að núverandi bílastæði við Berjaya hótel, skal koma fyrir neðanjarðar u.þ.b. 270 bílastæðum. Í þessu sambandi fer undirritaður fram á að bæjaryfirvöld láti kanna og svari eftirfarandi:
1. Hver eru möguleg áhrif slíkrar framkvæmdar á byggð vestan Byggðavegar?
Minni á í því sambandi jarðsig sem orðið hefur víða hér í bæ við framræsingu vatns, t.d. í Mýrunum.
2. Um langan aldur hefur jarðvatn leitað um tjaldsvæðið niður af brekkunni.
Mun umræddur bílakjallari stöðva þá framrás og þá með hvaða afleiðingum fyrir nálæga byggð?
3. Lagt verði mat á:
a. hvaða lagnir þarf að færa vegna framkvæmdanna,
b. kostnað við þær framkvæmdir,
c. hver komi til með að bera þann kostnað?
4. Hver er áætlaður kostnaður við að rífa húsin við Þórunnarstræti 97, verslunarhúsið við Byggðaveg 98 og spennistöð við Byggðaveg 98a?
Hverjum er ætlað að bera þann kostnað?
Þórhallur Jónsson D-Lista óskar bókað eftirfarandi :
Ég legg til að skoðað verði með að byggja þéttar og hærra allt að 5-6 hæðir á suðaustur hluta Tjaldstæðisreitsins og nýta betur. Á þeim hluta mætti fjölga íbúðum um allt að 40-60 og setja bílakjallara undir það hús. Skuggavarp af því húsi væri að mestu á bílaplan Íþróttahallarinnar. Þannig mætti gera það enn hagkvæmara að byggja á svæðinu.