Málsnúmer 2016120021Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.
Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 7. febrúar sl. og var drögunum þá vísað aftur til velferðarráðs og óskað eftir að ráðið aflaði frekari gagna um áhrif breytingatillagnanna.
Velferðarráð tók málið fyrir á fundi sínum 20. febrúar sl. þar sem tillaga var gerð um að lágmarksgreiðslubyrði verði kr. 40.000 í stað kr. 50.000.
Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.