Skipulagsráð

394. fundur 10. janúar 2023 kl. 08:10 - 11:55 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Þórhallur Jónsson
  • Þorvaldur Helgi Sigurpálsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Inga Elísabet Vésteinsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • María Markúsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá
Þorvaldur Helgi Sigurpálsson M-lista mætti í forföllum Helga Sveinbjörns Jóhannssonar. Inga Elísabet Vésteinsdóttir V-lista mætti í forföllum Sifjar Jóhannesar Ástudóttur.

1.Viðjulundur 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022120336Vakta málsnúmer

Ágúst Hafsteinsson hjá Form ráðgjöf ehf. sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hugmyndir að uppbyggingu fjölbýlishúsa á lóðinni Viðjulundi 1.
Skipulagsráð þakkar fyrir kynninguna.

Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að heimila umsækjanda að leggja fram drög að breytingu á deiliskipulagi svæðisins og að drögin verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá við afgreiðslu málsins.

2.Sjafnarnes 2 og nánasta umhverfi - umgengni

Málsnúmer 2023010130Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu mála á lóðinni Sjafnarnesi 2 en fyrir liggur að umgengni hefur í langan tíma verið óviðunandi auk þess sem loftmynd sýnir að mikið af tækjum og öðrum lausamunum er utan lóðarmarka.
Að mati skipulagsráðs er umgengni á lóðinni Sjafnarnesi 2 og nánasta umhverfi óviðunandi. Er skipulagsfulltrúa falið að fara fram á við lóðarhafa að gerðar verði úrbætur á ástandi svæðisins innan þriggja mánaða, að öðrum kosti verði lagðar á dagsektir. Felur það meðal annars í sér að fjarlægja þarf öll tæki og aðra lausamuni í eigu lóðarhafa sem eru utan lóðar.
Fylgiskjöl:

3.Norðurtangi - malarhaugar

Málsnúmer 2017100494Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 6. júlí sl. var samþykkt að leggja dagsektir að upphæð kr. 50.000/dag á Finn ehf. frá og með 1. október 2022 ef starfsemi á Norðurtanga hefði ekki verið hætt og gengið frá svæðinu með ásættanlegum hætti. Er nú lagt fram bréf Finns Aðalbjörnssonar f.h. Finns ehf. dagsett 28. nóvember 2022 þar sem óskað er eftir afnotum af landi við Norðurtanga fyrir efnislager fyrirtækisins og að gerður verði leigusamningur þar um þar til framtíðarnýting svæðisins hefur verið ákveðin.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 14. desember sl. og var afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Þorvaldur Helgi Sigurpálsson M-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Skipulagsráð hafnar erindi Finns ehf. um afnot af landi við Norðurtanga. Umrætt svæði er ekki skilgreint sem svæði fyrir efnisgeymslu auk þess sem fyrir liggur að Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra hafa borist fjölmargar kvartanir á undanförnum árum um slæma ásýnd svæðisins, rykmengun úr efnishaugum og að umferð þungra tækja valdi óþægindum. Þá liggur fyrir að allt frá árinu 2018 hefur Finni ehf. verið gerð grein fyrir að um óleyfisstarfsemi sé að ræða.

Hins vegar samþykkir skipulagsráð þau andmæli fyrirtækisins að vegna þess hversu umfangsmikil starfsemin er muni taka lengri tíma að finna starfseminni nýjan stað og frestar því fyrirhuguðum dagsektum til 1. júní nk.

4.Hálönd - umsókn um breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 2023010032Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. janúar 2023 þar sem Helgi Örn Eyþórsson f.h. SS Byggis ehf. sækir um breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem felst í stækkun frístundabyggðar til vesturs þannig að allt land umsækjanda verði frístundabyggð.
Jón Hjaltason óflokksbundinn bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Skipulagsráð tekur jákvætt í erindi um að breyta aðalskipulagi en frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að afla umsagnar Norðurorku um stækkun svæðisins til vesturs.

5.Húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2019020182Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar 2023-2032 ásamt ábendingum sem borist hafa frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, velferðarsviði og fræðslu- og lýðheilsusviði Akureyrarbæjar.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Inga Elísabet Vésteinsdóttir V-lista óska bókað eftirfarandi:

Við teljum mikilvægt að Akureyrarbær semji við ríkið um húsnæðisáætlun sem byggir á grundvelli rammasamnings ríkis og sveitarfélaga. Mikilvægt er að bæði ríki og sveitarfélög séu sammála um nauðsyn markvissra aðgerða af hálfu stjórnvalda til að tryggja uppbyggingu íbúða í samræmi við þörf, þar á meðal fyrir tekju- og eignalága. Það er sérstaklega dapurlegt að sjá í fjárhagsáætlun og þessum fyrstu drögum að húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar að meirihlutinn virðist ekki hafa neinn vilja til að fylgja markmiðum rammasamnings um fjölgun félagslegra íbúða sveitarfélagsins. Í fjárhagsáætlun er ekki gert ráð fyrir að fjölga þeim neitt á þessu ári, á sama tíma og þeim ætti að fjölga um tíu ef horft væri til forsendna rammsamningsins.

6.Gatnagerðargjöld 2023

Málsnúmer 2023010256Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað um samanburð á gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld í þéttbýlissveitarfélögum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að breyting verði gerð á gjaldskrá gatnagerðargjalda þannig að gjald fyrir fjölbýlishús verði það sama og fyrir önnur íbúðarhús eða 15% í stað 12,5%. Þá er einnig lagt til að á móti lækki gjald fyrir bílakjallara fjölbýlishúsa úr 5,0% í 3,75%. Forsendur þessara breytinga eru þær að uppbygging og rekstur gatnakerfis færist nær því að standa undir sér. Á sama tíma er gert ráð fyrir lækkun á gjaldi fyrir bílakjallara til að hvetja til byggingar þeirra og betri landnýtingar.

7.Móahverfi - auglýsing lóða

Málsnúmer 2022120463Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarabæjar dagsett 14. desember 2022 um stöðu mála varðandi hönnun Móahverfis og tímasetningu á byggingarhæfi lóða. Þá eru lögð fram endurskoðuð drög að úthlutunarskilmálum fyrir lóðir í 1. áfanga hverfisins.
Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að útbúa aðra tillögu að úthlutunarskilmálum og leggja fyrir næsta fund.

8.Naustaborgir - umsókn um deiliskipulag fyrir grafreit

Málsnúmer 2022120138Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. desember 2022 þar sem Smári Sigurðsson f.h. Kirkjugarða Akureyrar óskar eftir að unnið verði deiliskipulag fyrir fyrirhugaðan grafreit í Naustaborgum.

Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð þakkar fyrir erindið og vísar því til gerðar starfsáætlunar.
Fylgiskjöl:

9.Torfunefsbryggja - breyting á deiliskipulagi miðbæjar

Málsnúmer 2022090822Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Nordic arkitektastofu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi fyrir Torfunef.

Tillagan felur í sér að svæðinu er skipt í þrjár lóðir, byggingarreitum er fjölgað og afmörkun hafnarsvæðis er breytt. Einungis verður gert ráð fyrir bílastæðum fyrir hreyfihamlaða auk hjólastæða. Þá verður aðkomu að svæðinu breytt og settir skilmálar um yfirbragð og notkun byggingarreita.

Meðfylgjandi eru skipulagsuppdrættir.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að koma ábendingum um útfærslu skipulagsins á framfæri við umsækjanda.

10.Skarðshlíð 20 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022110175Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Arkís arkitektastofu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Skarðshlíð 20.

Á fundi bæjarstjórnar þann 15. nóvember 2022 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Skarðshlíð 20 skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Umrædd breyting fól í sér breytingu á byggingarreit fyrir 3ja til 5 hæða vinkilbyggingu ásamt bílakjallara og bílastæðum ofanjarðar. Tillagan sem nú er lögð fram gerir að auki ráð fyrir að hámarkshæð hússins hækki úr 16,2 m yfir gólfkóta fyrstu hæðar í 17,5 m.

Meðfylgjandi eru deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi gögn að undanskilinni stækkun lóðarinnar til suðurs verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Týsnes 18-20 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023010169Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Mannvits verkfræðistofu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðir nr. 18 og 20 við Týsnes.

Breytingin felur m.a. í sér eftirfarandi:

- Lóðirnar verða sameinaðar í eina lóð sem verður 19.138 m².

- Byggingarreitir verða sameinaðir í einn reit.

- Hámarks mænishæð byggingar verður 13,5 m.

Meðfylgjandi eru deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Týsness 22 og 24.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Ákvörðun um forgang við úthlutun lóðar nr. 16 við Týsnes er vísað til bæjarráðs.

12.Hulduholt 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023010250Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. janúar 2023 þar sem Haraldur Sigmar Árnason f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Hulduholt.

Óskað er eftir stækkun byggingarreits um 1 m til norðausturs og 0,6 m til norðvesturs vegna samsvarandi tilfærslu fyrirhugaðrar byggingar á lóðinni.

Meðfylgjandi eru afstöðumynd og skuggavarpsmynd.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

13.Álfaholt 5-7 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022110253Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. desember 2022 þar sem Davíð Örn Benediktsson sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 5-7 við Álfaholt.

Breytingin felur í sér stækkun á byggingarreit um 2,5 m til norðurs og 4,5 m til suðurs auk hækkunar á nýtingarhlutfalli úr 0,5 í 0,6.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 23. nóvember sl. og var erindinu hafnað þar sem ekki lágu fyrir hugmyndir að útliti fyrirhugaðrar byggingar. Er umsóknin nú lögð fram að nýju ásamt útlitsteikningum og grunnmynd.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

14.Klettaborg 4 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2022120717Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. desember 2022 þar sem Trausti Bergland Traustason sækir um stækkun lóðar nr. 4 við Klettaborg um 3 m til vesturs. Meðfylgjandi eru samþykki meðeigenda og skýringarmynd.
Skipulagsráð hafnar erindinu.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

15.Frostagata 6B - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022120775Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. desember 2022 þar sem Bjarni Eyjólfsson sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 6B við Frostagötu til samræmis við eignaskiptasamning.

Meðfylgjandi eru eignaskipta- og lóðarleigusamningur.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Frostagötu 6A.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

16.Goðanes 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi - nýr byggingarreitur

Málsnúmer 2022100178Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Goðanes 1 lauk þann 29. desember sl.

Ein athugasemd barst og er hún lögð fram ásamt viðbrögðum umsækjanda við efni athugasemdar.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggur tillaga að hæðarsetningu á nýju húsi m.t.t. lóðamarka.

17.Stapasíða 18 - fyrirspurn varðandi stækkun bílgeymslu

Málsnúmer 2023010042Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. janúar 2023 þar sem Margeir Örn Óskarsson leggur inn fyrirspurn varðandi stækkun bílgeymslu sem nýtt yrði sem íbúðarhúsnæði. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Tungusíðu 21 og 23. Skipulagsráð tekur ekki afstöðu til nýtingar fyrirhugaðrar stækkunar.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

18.Hafnarstræti 39 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022121117Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. desember 2022 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson f.h. 603 ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 39 við Hafnarstræti. Fyrirhugað er að fjölga íbúðum úr tveimur í þrjár. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Hafnarstrætis 19-41 og 20-34.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

19.Sjafnarnes - breyting á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga

Málsnúmer 2021100029Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga vegna áforma við Sjafnarnes lauk þann 8. desember sl.

Engar athugasemdir bárust. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi B-áfanga Krossaneshaga með skilyrði um kvöð varðandi fornleifaskráningu í samræmi við umsögn Minjastofnunar Íslands.

20.Austursíða 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022090301Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Austursíðu vegna áforma á lóð nr. 2 við Austursíðu lauk þann 23. desember sl.

Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Landsneti og Minjastofnun Íslands. Er tillagan lögð fram með minniháttar breytingum á staðsetningu tengingar við Síðubraut.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis við Austursíðu með breytingum eftir auglýsingu varðandi bílakjallara, stærð lóða og tilfærslu á aðkomu við Síðubraut.

21.Strandgata 27 - umsókn um niðurrif og endurbyggingu húss

Málsnúmer 2022100930Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. október 2022 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson f.h. Vesturkants ehf. sækir um heimild til niðurrifs byggingar á lóð nr. 27 við Strandgötu og endurbyggingu nýs húss á lóðinni.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9. nóvember sl. en afgreiðslu þess var frestað þar til umsögn Minjastofnunar Íslands lægi fyrir. Er umsögnin lögð fram nú ásamt minnisblaði frá stofnuninni.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem Minjastofnun heimilar ekki niðurrif hússins.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

22.Bjarkarlundur 2 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2023010134Vakta málsnúmer

Á árunum 2003 til 2008 var lóðinni Bjarkarlundi 2 úthlutað nokkrum sinnum en í öllum tilvikum var lóðinni skilað aftur til bæjarins. Undanfarin ár hefur lóðin ekki verið auglýst laus til úthlutunar.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa lóð nr. 2 við Bjarkarlund lausa til úthlutunar í samræmi við gildandi reglur um úthlutun lóða.

23.Hákarlaverkun í Hrísey - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2022020064Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi dagsett 1. febrúar 2022 þar sem Teitur Björgvinsson leggur inn fyrirspurn varðandi staðsetningu hákarlaverkunar í Saltnesi í Hrísey. Liggur nú fyrir jákvæð umsögn Hverfisnefndar Hríseyjar dagsett 14. desember 2022.
Skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um jákvæða umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs.

24.Saltnes - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2022110338Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi dagsett 8. nóvember 2022 þar sem Jóhannes Áslaugsson sækir um leyfi fyrir saltfiskhjalli á Saltnesi í Hrísey. Liggur nú fyrir jákvæð umsögn Hverfisnefndar Hríseyjar dagsett 14. desember 2022.
Skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um jákvæða umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs.

25.Dalvíkurlína 2 - ákvörðun um mat á umhverfisáhrifum

Málsnúmer 2022070810Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ákvörðun Skipulagsstofnunar dagsett 16. desember 2022 varðandi matsskyldu Dalvíkurlínu 2.

Niðurstaða stofnunarinnar er að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

26.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 894. fundar, dagsett 15. desember 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

27.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 895. fundar, dagsett 22. desember 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

28.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 895. fundar, dagsett 29. desember 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:55.