Málsnúmer 2022100188Vakta málsnúmer
Liður 8. í fundargerð bæjarráðs dagsettri 26. janúar 2023:
Liður 2 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 16. janúar 2023:
Lögð fyrir til samþykktar drög að reglum um heimgreiðslur.
Áheyrnarfulltrúar: Andrea Ösp Andradóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um heimgreiðslur með fimm atkvæðum.
Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista og Ísak Már Jóhannesson S-lista óska að bóka:
Þar sem þær reglur um heimgreiðslur sem hér eru lagðar fram til samþykktar eru í meginatriðum óbreyttar frá drögum sem kynnt voru á fundi þann 21. nóvember sl. vilja undirrituð ítreka bókanir sem gerðar voru við málið á því stigi. Ef koma skal á heimgreiðslum þyrfti það að vera tímabundin lausn meðan byggð verða upp leikskólapláss til að mæta þeirri vöntun sem er og verður til staðar og þá telja undirrituð nauðsynlegt að tekjutengja styrkina svo þeir nýtist aðeins þeim sem á þurfa að halda. Reglurnar eru kynntar sem tilraunaverkefni og því er mikilvægt að það liggi fyrir hvernig árangur tilraunarinnar verður metinn áður en hún hefst.
Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur Kristínu Jóhannesdóttur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs að vinna minnisblað um reglurnar og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fundinn undir þessum lið.