Málsnúmer 2018010252Vakta málsnúmer
Lagðar fram tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis Rangárvalla. Breytingarnar eru eins nema hvað varðar stærð og afmörkun lóðar nr. 4 og byggingarreits sem á henni er. Í báðum tilvikum er gert ráð fyrir endurskoðun skilmála, afmörkun byggingarreits á lóð nr. 3 vegna stækkunar núverandi húss auk þess sem gert er ráð fyrir að lóð nr. 6 falli út.
Þá er jafnframt lagt fram minnisblað skipulagsráðgjafa dagsett 27. mars 2019 þar sem farið er yfir viðbrögð við umsögnum sem borist hafa frá Landsneti, Rarik, Norðurorku, heilbrigðisnefnd, SS Byggi og hverfisnefnd Giljahverfis.
Ólafur Kjartansson V-lista mætti í forföllum Arnfríðar Kjartansdóttur.
Þorvaldur Helgi Sigurpálsson M-lista mætti í forföllum Helga Sveinbjörns Jóhannssonar.
Formaður ráðsins bar upp tillögu um að taka mál nr. 14 í útsendri dagskrá, Hafnarstræti 80 - framlenging á byggingarfresti, út af dagskrá og var það samþykkt.