Bæjarstjórn

3457. fundur 18. júní 2019 kl. 16:00 - 16:52 Hamrar í Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Hlynur Jóhannsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hildur Betty Kristjánsdóttir
  • Heimir Haraldsson
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir
Dagskrá
Heimir Haraldsson S-lista mætti í forföllum Dagbjartar Elínar Pálsdóttur.
Hildur Betty Kristjánsdóttir L-lista mætti í forföllum Andra Teitssonar.
Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.

Í upphafi fundar las forseti eftirfarandi minningarorð:
Heimir Björn Ingimarsson fyrrverandi bæjarfulltrúi lést 7. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju í dag. Hann fæddist á Bíldudal 19. janúar 1937.
Heimir var menntaður húsasmiður en starfaði lengi sem framkvæmdastjóri.
Heimir gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í stjórnmálum. Hann sat í bæjarstjórn Akureyrarbæjar fyrir Alþýðubandalagið á árunum 1986-1998, samtals í 12 ár. Jafnframt átti hann sæti í ýmsum nefndum og ráðum á vegum bæjarins, m.a. í bæjarráði, bygginganefnd, atvinnumálanefnd, framkvæmdanefnd, hafnarstjórn og stjórn veitustofnana.
Eiginkona Heimis til 61 árs var Stefanía Rósa Sigurjónsdóttir en hún lést 15. febrúar sl. Þau eignuðust fjögur börn.
Bæjarstjórn vottar aðstandendum Heimis Ingimarssonar samúð sína um leið og honum eru þökkuð fórnfús störf í þágu bæjarfélagsins.

Forseti bað fundarmenn að heiðra minningu Heimis Ingimarssonar með því að rísa úr sætum.

1.Kosning forseta og skrifara bæjarstjórnar til eins árs 2019-2020

Málsnúmer 2018060031Vakta málsnúmer

1. Kosning forseta bæjarstjórnar.

2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.

3. Kosning tveggja skrifara bæjarstjórnar og tveggja til vara.
1. Kosning forseta bæjarstjórnar.

Við kosningu forseta bæjarstjórnar hlaut bæjarfulltrúi Halla Björk Reynisdóttir 7 atkvæði, 4 seðlar voru auðir.

Lýsti forseti Höllu Björk Reynisdóttur réttkjörinn forseta bæjarstjórnar til eins árs.

2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.

Við kosningu 1. varaforseta hlaut bæjarfulltrúi Hilda Jana Gísladóttir 6 atkvæði, 5 seðlar voru auðir.

Lýsti forseti Hildu Jönu Gísladóttur réttkjörinn 1. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.

Við kosningu 2. varaforseta hlaut bæjarfulltrúi Eva Hrund Einarsdóttir 11 atkvæði.

Lýsti forseti Evu Hrund Einarsdóttur réttkjörinn 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.

3. Kosning tveggja skrifara bæjarstjórnar og tveggja til vara.

Fram kom tillaga með nöfnum þessara aðalmanna:

Andri Teitsson

Hlynur Jóhannsson

og varamanna:

Ingibjörg Ólöf Isaksen

Sóley Björk Stefánsdóttir

Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.

2.Kosning bæjarráðs til eins árs 2019-2020

Málsnúmer 2018060035Vakta málsnúmer

Kosning bæjarráðs til eins árs - 5 aðalmenn og 5 til vara.
Fram kom listi með nöfnum þessara aðalmanna:

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður

Halla Björk Reynisdóttir, varaformaður

Hilda Jana Gísladóttir

Gunnar Gíslason

Sóley Björk Stefánsdóttir

Hlynur Jóhannsson, áheyrnarfulltrúi

og varamanna:

Ingibjörg Ólöf Isaksen

Andri Teitsson

Heimir Haraldsson

Eva Hrund Einarsdóttir

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir

Rósa Njálsdóttir, varaáheyrnarfulltrúi

Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.

3.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2018-2022 - skipulagsráð

Málsnúmer 2018060500Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga L-lista um breytingu á skipan fulltrúa í skipulagsráði:

Ólöf Inga Andrésdóttir verði aðalfulltrúi í stað Helga Snæbjarnarsonar. Jón Þorvaldur Heiðarsson verði varafulltrúi í stað Ólafar Ingu Andrésdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2018-2022 - skipulagsráð

Málsnúmer 2018060500Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga S-lista um breytingu á skipan fulltrúa í skipulagsráði:

Orri Kristjánsson verði aðalfulltrúi í stað Ólínu Freysteinsdóttur. Ólína Freysteinsdóttir verði varafulltrúi í stað Orra Kristjánssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2018-2022 - stjórn Akureyrarstofu

Málsnúmer 2018060500Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga S-lista um breytingu á skipan fulltrúa í stjórn Akureyrarstofu:

Sif Sigurðardóttir verði varafulltrúi í stað Valdísar Önnu Jónsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2018-2022 - velferðarráð

Málsnúmer 2018060500Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga S-lista um breytingu á skipan fulltrúa í velferðarráði:

Valdís Anna Jónsdóttir verði varafulltrúi í stað Sifjar Sigurðardóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Aðalskipulagsbreyting vegna lóðar við Glerárskóla

Málsnúmer 2019010097Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. júní 2019:

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér stækkun skólalóðar Glerárskóla, merkt S27, vegna byggingar á nýjum leikskóla. Var tillagan kynnt ásamt drögum að deiliskipulagi svæðisins með auglýsingu sem birtist 22. maí 2019 og gefinn tveggja vikna frestur til að koma með ábendingar. Liggur fyrir athugasemd frá Íþróttafélaginu Þór dagsett 3. júní 2019 þar sem staðsetningu leikskóla er mótmælt.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

8.Rangárvellir 4 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2018010252Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. maí 2019:

Lagðar fram tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis Rangárvalla. Breytingarnar eru eins nema hvað varðar stærð og afmörkun lóðar nr. 4 og byggingarreits sem á henni er. Í báðum tilvikum er gert ráð fyrir endurskoðun skilmála, afmörkun byggingarreits á lóð nr. 3 vegna stækkunar núverandi húss auk þess sem gert er ráð fyrir að lóð nr. 6 falli út.

Þá er jafnframt lagt fram minnisblað skipulagsráðgjafa dagsett 27. mars 2019 þar sem farið er yfir viðbrögð við umsögnum sem borist hafa frá Landsneti, Rarik, Norðurorku, heilbrigðisnefnd, SS Byggi og hverfisnefnd Giljahverfis.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga sem gerir ráð fyrir stækkun á lóð nr. 4 og byggingarreit sem á henni er.

Málið var áður á dagskrá bæjarstjórnar 21. maí sl. og var afgreiðslu þá frestað og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að kalla eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um tillögu skipulagsráðs.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs og lagði jafnframt til, fyrir hönd meirihluta bæjarstjórnar, að tillögu skipulagsráðs um breytingu á deiliskipulagi sem heimilar stækkun á stærð og afmörkun lóðar nr. 4 og byggingarreits sem á henni er verði hafnað. Þess í stað verði samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi sem gerir ekki ráð fyrir stækkun á lóð og byggingarreit lóðar nr. 4 skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Að auki verði gert ráð fyrir að í kafla 5.3.1. í greinargerð deiliskipulagsins verði eftirfarandi setningu bætt við: Vegna nálægðar við háspennumannvirki Landsnets og Rarik og vegna nálægðar við íbúðabyggð Giljahverfis er rykmyndandi starfsemi, s.s. steypustöð, ekki heimil á svæðinu.

Í umræðum tóku til máls Þórhallur Jónsson, Hilda Jana Gísladóttir, Hlynur Jóhannsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Þórhallur Jónsson (í annað sinn) og Ingibjörg Ólöf Isaksen.
Meirihluti bæjarstjórnar hafnar tillögu skipulagsráðs með 10 atkvæðum.

Þórhallur Jónsson D-lista greiddi atkvæði gegn afgreiðslunni.

Borin var upp til atkvæða eftirfarandi tillaga meirihluta bæjarstjórnar:

Auglýst verði breyting á deiliskipulagi sem gerir ekki ráð fyrir stækkun á lóð og byggingarreit lóðar nr. 4 skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Að auki verði gert ráð fyrir að í kafla 5.3.1. í greinargerð deiliskipulagsins verði eftirfarandi setningu bætt við „Vegna nálægðar við háspennumannvirki Landsnets og Rarik og vegna nálægðar við íbúðabyggð Giljahverfis er rykmyndandi starfsemi, s.s. steypustöð, ekki heimil á svæðinu."

Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir tillöguna með 7 atkvæðum.

Þórhallur Jónsson D-lista greiddi atkvæði gegn tillögunni.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sátu hjá við afgreiðsluna.

9.Landsnet - kerfisáætlun 2019-2028

Málsnúmer 2018110289Vakta málsnúmer

Umræða um kerfisáætlun Landsnets.

Áætlunina er að finna á eftirfarandi slóð: https://framtidin.landsnet.is/

Málshefjandi, Halla Björk Reynisdóttir, kynnti tillögu að bókun.
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi bókun með 11 samhljóða atkvæðum:

Bæjarstjórn Akureyrar leggur áherslu á að auka afhendingaröryggi og bæta flutningsgetu rafmagns á Norður- og Austurlandi til styrkingar atvinnulífs og samfélagsins til langs tíma. Samhliða lagningu Hólasandslínu 3 er því mikilvægt að ná fram frekari styrkingu flutningskerfis með lagningu Blöndulínu 3 og koma á tryggri tengingu milli Blönduvirkjunar, virkjana í Þingeyjarsýslum og Fljótsdalsvirkjunar.

Landþrengsli í Eyjafirði hafa sett flutningsmannvirkjum raforku nokkrar skorður. Akureyrarbær hefur átt í farsælu samstarfi við Landsnet um lausnir vegna Hólasandslínu 3, þar sem horft er til hagsmuna og þróunar þéttbýlis, útivistarsvæða og flugvallar.

Akureyrarflugvöllur er mikilvægt samgöngumannvirki þar sem áhersla er lögð á hámarksöryggi. Frekari umbætur á aðflugi eru fyrirhugaðar á næstu misserum, sem bæta aðgengi og auka öryggi.

Kröflulína 1 liggur í dag skammt sunnan flugvallar. Hún er innan skilgreindra hindrana og öryggisflata og hefur ráðandi áhrif á lágmörk í aðflugi.

Þekkt er að háspennulínur hafi truflandi áhrif á flugleiðsögubúnað í nágrenni við flugvelli. Kröflulína 1 liggur innan öryggissvæða til varnar slíkum búnaði, samkvæmt skilgreiningu erlendra samgönguyfirvalda.

Bæjarstjórn Akureyrar hvetur því Landsnet til þess að finna lausn sem tryggir að raflínur hafi ekki truflandi áhrif á flugöryggi við Akureyrarflugvöll.

10.Bæjarstjórnarfundir í júlí og ágúst - 2019

Málsnúmer 2019060222Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar 2019:

Í samræmi við 4. mgr. 8. gr. og 5. mgr. 33. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar samþykkir bæjarstjórn að frá og með 1. júlí til og með 31. ágúst 2019 verði sumarleyfi bæjarstjórnar. Ekki verða haldnir fundir í bæjarstjórn á framangreindu tímabili nema þörf krefji eða þriðjungur bæjarfulltrúa krefjist þess. Jafnframt er bæjarráði á þessum tíma heimiluð fullnaðarafgreiðsla þeirra mála sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu og lög mæla ekki gegn.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

11.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 6. og 13. júní 2019
Bæjarráð 6. og 13. júní 2019
Frístundaráð 5. júní 2019
Fræðsluráð 3. júní 2019
Kjarasamninganefnd 11. júní 2019
Skipulagsráð 12. júní 2019
Stjórn Akureyrarstofu 6. júní 2019
Umhverfis- og mannvirkjaráð 7. júní 2019
Velferðarráð 5. júní 2019

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 16:52.