Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna beiðni um breytingu á deiliskipulagi þar sem gert var ráð fyrir að íbúðum á lóðinni fjölgaði úr tveimur í fjórar. Tillagan var grenndarkynnt 19. janúar til 16. febrúar 2015.
Fimm athugasemdir bárust:
1) Ólafur Sigurðsson, Aðalstræti 12, dagsett 22. janúar 2015.
Hann er andsnúinn fyrirhugaðri fjölgun íbúða vegna bílastæðamála þar sem gera má ráð fyrir að húsinu fylgi minnst átta bílar. Einnig bendir hann á að brekkan syðst á lóðinni sé að síga fram og að þar sé skriðuhætta.
2) Anney Alfa Jóhannsdóttir, Aðalstræti 12, dagsett 3. febrúar 2015.
Hún er ekki hlynnt breytingum á deiliskipulagi lóðarinnar þannig að hægt verði að byggja fjölbýlishús með fjórum íbúðum. Hún gerir hinsvegar ekki athugasemd við að byggt verði tveggja íbúða hús á tveimur hæðum á lóðinni eins og heimilt er í dag.
3) Júlía Margrét Guðbjargardóttir og Skarphéðinn Reynisson, Aðalstræti 14, dagsett 12. febrúar 2015.
Óskað er eftir því að grenndarkynningin verði felld úr gildi þar sem tölvugerð mynd af húsinu sé röng. Þau eru mótfallin fyrirhugðu húsi vegna bílastæðamála og benda á að mikil umferð sé nú þegar við götuna.
4) Birgitta Ásgrímsdóttir og Alexander Schepsky, Aðalstræti 14, dagsett 15. febrúar 2015.
Þau mótmæla því að gerð verði breyting á deiliskipulagi lóðarinnar og að þar verði byggt fjögurra íbúða fjölbýlishús. Einnig eru þau mótfallin fyrirhuguðu húsi vegna bílastæðamála. Fyrirhugað er að opna safn í Gamla spítalanum og við það aukast þrengslin enn meir. Þau benda á ósamræmi á milli tölvugerðrar myndar og afstöðumyndar.
5) Undirskriftarlisti með 15 undirskriftum frá íbúum við Aðalstræti 7-16, dagsett 16. febrúar 2015.
Áformum um fjögurra íbúða byggingu er harðlega mótmælt vegna bílastæðamála. Frekar er hvatt til þess að þar verði byggt fyrir fjölskyldufólk í stað minni íbúða. Þau telja að tillagan rýri lífsgæði þeirra sem búa í nágrenninu og verðgildi eigna þeirra og fara fram á að tillögunni um byggingu fjögurra íbúða húss verði hafnað.
Deiliskipulagsafmörkun í gildandi deiliskipulagi fyrir lóðina Aðalstræti 12b er ekki sú sama og fyrir lóðina sem eigandi lóðarinnar Aðalstræti 12b, Nýr morgun ehf., keypti og var því ekki hægt að heimila byggingu af þeirri stærð sem óskað var eftir. Sótt var um deiliskipulagsbreytingu sem skipulagsnefnd synjaði. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hnekkti synjun skipulagsnefndar um þá breytingu. Samkvæmt ofangreindu er deiliskipulagsbreyting forsenda þess að hægt sé að byggja á umræddri lóð þar sem núgildandi deiliskipulag sýnir stærri lóð en eigandinn á. Samkvæmt lóðarblaði sem er í samræmi við skikann sem keyptur var, er byggingarreitur skilgreindur 9x13m.
Samkvæmt meðfylgjandi bréfi er óskað eftir stærri byggingarreit eða 10x14m en af því leiðir að gera þarf breytingu á núgildandi deiliskipulagi sem nú er í vinnslu svo og vegna breytingar á lóðarmörkum.
Afgreiðslu erindisins er frestað og því vísað í yfirstandandi vinnu við deiliskipulag af Fjörunni og Innbænum.