Skipulagsráð

356. fundur 14. apríl 2021 kl. 08:00 - 11:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Þórhallur Jónsson formaður
  • Sindri Kristjánsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Margrét Mazmanian Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
Dagskrá

1.Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög

Málsnúmer 2021030342Vakta málsnúmer

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir jafnréttisráðgjafi fór yfir helstu breytingar á nýrri jafnréttislöggjöf og áhrif þeirra á sveitarfélög.
Skipulagsráð þakkar Bryndísi fyrir kynninguna.

2.Kollugerðishagi - rammaskipulag

Málsnúmer 2018010050Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir skipulag á nýju íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði samþykkt skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að kynna hana fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.

3.Tónatröð - umsókn um breytingu á skipulagi

Málsnúmer 2021011421Vakta málsnúmer

Lagt fram lögfræðiálit dagsett 17. mars 2021 um stöðu lóðaúthlutana og skipulagsmála við Tónatröð, unnið af Jóni Jónssyni lögfræðingi, Sókn Lögmannsstofu.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

4.Uppbygging íbúðarhúsnæðis á Akureyri 2021

Málsnúmer 2021031155Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir stöðu uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á Akureyri.
Skipulagsráð mælist til við umhverfis- og mannvirkjaráð að framkvæmdir við fyrsta áfanga Holtahverfis hefjist um leið og hönnun liggur fyrir.

5.Miðhúsavegur 4 - lóðarstækkun

Málsnúmer 2019030022Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi Gunnars R. Jónssonar og Hildar A. Gylfadóttur dagsett 26. febrúar 2021, f.h. Verkvals ehf. þar sem ítrekuð er beiðni um lóðarstækkun á lóðinni Miðhúsavegur 4 og jafnframt að heimilt verði að reisa allt að 300 m² iðnaðarhúsnæði. Þá er jafnframt lagt fram bréf dagsett 6. apríl 2021 þar sem fram koma viðbótarupplýsingar um núverandi og fyrirhugaða starfsemi.

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi M-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að deiliskipulag sem vinna á fyrir svæði sem merkt er sem S36 í aðalskipulagi Akureyrar vegna fyrirhugaðrar byggingar dýraspítala nái einnig yfir reit AT13 og að þar verði gert ráð fyrir stækkun lóðarinnar Miðhúsavegur 4.

Þórhallur Jónsson D-lista og Ólöf Inga Andrésdóttir L-lista greiða atkvæði á móti og óska bókað að forsendur hafi ekki breyst og þessi starfsemi eigi frekar heima á iðnaðarsvæði eins og við Sjafnarnes.

6.Hesjuvellir - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna skilgreiningar á landskika

Málsnúmer 2021040024Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. apríl 2021 þar sem Jóhannes Már Jóhannesson fyrir hönd Vallabúsins ehf. óskar eftir að 101,2 ha landspilda innan jarðarinnar Hesjuvalla verði stofnuð og nefnd Hesjuvellir land 3. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur sem sýnir afmörkun spildunnar.
Skipulagsráð samþykkir stofnun spildunnar með fyrirvara um minniháttar lagfæringar á gögnum í samráði við sviðsstjóra skipulagssviðs.

7.Aðalstræti 12b - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012030262Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar fyrir hönd H. Hallgríms ehf. dagsett 25. mars 2021 þar sem ítrekuð er beiðni um heimild til að breyta deiliskipulagi sem nær til Aðalstrætis 12b á þann veg að þar megi byggja hús með fjórum íbúðum í stað tveggja eins og gildandi deiliskipulag segir til um.
Í ljósi breyttra forsendna samþykkir skipulagsráð að grenndarkynna að nýju tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

8.Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks

Málsnúmer 2019040271Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkti á fundi 18. mars 2021 að vísa neðangreindum lið 1 í fundargerð samráðshós um málefni fatlaðs fólks dagsettri 9. mars 2021 til skipulagsráðs og umhverfis- og mannvirkjaráðs.

"Umræða um aðgengismál á Akureyri, staðan í dag og verkefni til framtíðar.

Leifur Þorsteinsson skipulagssviði og Jón Heiðar Jónsson sátu fundinn undir þessum lið.

Samráðshópurinn þakkar gestunum fyrir fróðleg innlegg í umræðuna og óskar að fært sé til bókar eftirfarandi ályktun:

Gildandi reglugerð um aðgengi fatlaðs fólks á að tryggja að allt nýtt húsnæði sé hannað með gott aðgengi í huga. Einnig þarf að huga vel að aðgengi við hönnun svæða utandyra. Nauðsynlegt er að skipulagsyfirvöld séu vakandi fyrir því að endurbætur á gömlu húsnæði mæti sömu reglugerðum og þörfum fatlaðra eins og kostur er.

Mikilvægt er að aðgengi að mannvirkjum Akureyrarbæjar sé gott allt árið um kring þannig að snjór hamli ekki för, einnig er farið fram á að sérinngangar fyrir fatlað fólk séu ekki notaðir sem geymslur. Bent er á að bílastæði í bænum þurfa að uppfylla skilyrði um rými þannig að nóg pláss sé til að komast í og úr bílnum án þess að vera í hættu.

Hópurinn skorar á bæjaryfirvöld að gera úttekt á aðgengismálum í sveitarfélaginu á þessu ári með áherslu á miðbæinn auk íþróttamannvirkja, menningarstofnana og bílastæða."
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs í samráði við sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna málið áfram í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

9.Bílastæðasjóður - gjaldtaka

Málsnúmer 2019050628Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð drög að greinargerð Eflu verkfræðistofu, dagsett 7. apríl 2021, um innleiðingu á gjaldskyldu á bílastæðum í miðbæ Akureyrar.
Skipulagsráð samþykkir tillögu að afmörkun gjaldtökusvæða og gerir ekki athugasemd við aðra þætti sem fram koma varðandi innleiðingu gjaldtöku á bílastæðum í miðbæ Akureyrar.

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista óskar bókað:

Akureyri, öll lífsins gæði eru kjörorð þeirra sem auglýsa sveitarfélagið.

Með fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum miðbæjarins verður ekki annað séð en að það sé verið að skerða lífsgæði þeirra sem vinna í miðbænum og eða búa. Með því að hækka gjaldtöku fastleigustæða um 70% á ársgrundvelli og íbúakorta um 6.000 kr. þá er ekki séð hvernig þetta getur farið saman. Ekki er deilt um það að ákveðinn kostnaður er við bílastæði miðbæjarins, en að það skuli bitna á þeim sem þar vinna og eða eiga heima er umdeilanlegur.

Ekki hefur verið átt hagsmunasamtal við eigendur og eða forráðamenn fyrirtækja og fasteigna sem njóta fastleigu og eða íbúakorta í kostnaðarbreytingunni sem nú er í gangi.

Óskað verði eftir umsögnum þeirra sem nota almennt þau bílastæði sem um er rætt ásamt því að senda fyrirhugaða gjaldtöku í íbúakosningu.

Minnt er á að forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga mæltust til þess við sveitarfélög að þau hækkuðu ekki gjaldskrár sínar, umfram það sem þegar var komið til framkvæmda á árinu 2019, og þá til að stuðla að verðstöðugleika. En það voru 2,5% að hámarki samkvæmt lífskjarasamningi.

Arnfríður Kjartansdóttir V-lista óskar eftir að bætt verði inn í greinargerðina ákvæði um tímabundin fríðindi fyrir bifreiðar sem ekki ganga fyrir jarðefnaeldsneyti og varanlegu ákvæði um forgang bifreiða sem ekki eru á negldum dekkjum á veturna.

10.Austurbrú og Hafnarstræti - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2021020310Vakta málsnúmer

Jens Sandholt og Sævar Þorbjörnsson hjá Skjanna og Halldór Guðmundsson og Oddur Kr. Sigurbjörnsson hjá THG arkitektum kynntu drög að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðum syðst á skipulagssvæðinu.
Skipulagsráð þakkar fyrir kynninguna. Ráðið felur sviðsstjóra skipulagssviðs að koma athugasemdum ráðsins til lóðarhafa.

11.Hríseyjargata 21 - umsókn um bílastæði og/eða úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2021032021Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. mars 2021 þar sem Hafdís Þorbjörnsdóttir, íbúi í Hríseyjargötu 20, óskar eftir að fundin verði lausn á skorti á bílastæðum fyrir hús nr. 21 við Hríseyjargötu sem er í eigu Akureyrarbæjar.
Skipulagsráð vísar erindinu til afgreiðslu umhverfis- og mannvirkjasviðs.

12.Margrétarhagi 1 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2021040248Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. apríl 2021 þar sem BF Byggingar ehf. sækja um lóð nr. 1 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

13.Matthíasarhagi 8 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2021040227Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. apríl 2021 þar sem Kista Byggingarfélag ehf. sækir um lóð nr. 8 við Matthíasarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

14.Matthíasarhagi 10 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2021040226Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. apríl 2021 þar sem Kista Byggingarfélag ehf. sækir um lóð nr. 10 við Matthíasarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

15.Matthíasarhagi 12 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2021040225Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. apríl 2021 þar sem Kista Byggingarfélag ehf. sækir um lóð nr. 12 við Matthíasarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

16.Endurgerð gatnamóta Kaupvangsstrætis og Hafnarstrætis

Málsnúmer 2021040424Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 8. apríl 2021 um endurgerð á gatnamótum Kaupvangsstrætis og Hafnarstrætis.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir en bendir á hvort ekki ætti að skoða að merkja gönguþveranirnar sem gangbrautir.

17.Framkvæmdir vegna nýs leiðakerfis SVA

Málsnúmer 2021040452Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 6. apríl 2021 um framkvæmdir við nýjar biðstöðvar í tengslum við innleiðingu á nýju leiðakerfi SVA.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að útbúa breytingar á deiliskipulagi í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið og grenndarkynna þær.

18.Fjárhagsáætlun skipulagssviðs 2021

Málsnúmer 2020080994Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulagssviðs fór yfir stöðu máli í rekstri sviðsins fyrsta ársfjórðung 2021.

19.Ársskýrsla skipulagssviðs 2020

Málsnúmer 2021031548Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga að ársskýrslu skipulagssviðs fyrir árið 2020.

20.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021

Málsnúmer 2020120557Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 807. fundar, dagsett 25. mars 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

21.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021

Málsnúmer 2020120557Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 808. fundar, dagsett 30. mars 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:00.