Skipulagsráð

299. fundur 12. september 2018 kl. 08:00 - 11:00 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Orri Kristjánsson
  • Ólafur Kjartansson
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá
Orri Kristjánsson S-lista mætti í forföllum Ólínu Freysteinsdóttur.
Ólafur Kjartansson V-lista mætti í forföllum Arnfríðar Kjartansdóttur.

1.Aðalstræti 12b - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012030262Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 4. september sl. í máli nr. 66/2017 vegna ákvörðunar skipulagsráðs frá 10. maí 2017 um að synja umsókn um breytingu á deiliskipulagi Innbæjarins vegna lóðar nr. 12b við Aðalstræti. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er að skipulagsráð hafi ekki haft vald til að synja deiliskipulagsbreytingunni heldur eingöngu að koma með tillögu að afgreiðslu til bæjarstjórnar. Það hefur því ekki verið tekin lokaákvörðun í málinu og þarf bæjarstjórn því að taka málið til efnislegrar afgreiðslu.
Í ljósi niðurstöðu úrskurðarnefndar telur skipulagsráð æskilegt að endurskoða samþykkt um skipulagsráð og hugsanlega einnig bæjarmálasamþykkt Akureyrar. Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs jafnframt að undirbúa mál deiliskipulagsbreytingar vegna lóðarinnar Aðalstræti 12b fyrir næsta fund bæjarstjórnar. Ekki eru taldar forsendur til þess að breyta afstöðu skipulagsráðs og er mælt með því að bæjarstjórn hafni deiliskipulagsbreytingunni með vísun í innkomnar athugasemdir.

2.Fjárhagsáætlun skipulagssviðs 2019

Málsnúmer 2018080708Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga sviðsstjóra skipulagssviðs að fjárhagsáætlun fyrir árið 2019.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

3.Starfsáætlun skipulagssviðs 2019

Málsnúmer 2018080284Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að starfsáætlun skipulagsráðs fyrir árið 2019.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

4.Holtahverfi, austan Krossanesbrautar - deiliskipulag

Málsnúmer 2016040101Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi Holtahverfis norður, svæðis sem í aðalskipulagi er merkt sem ÍB17 og ÍB18 auk VÞ17. Afmarkast deiliskipulagssvæðið af Undirhlíð í suðaustri, Hörgárbraut í suðri, Hlíðarbraut og athafnasvæði í Krossaneshaga í vestri, Krossanesbryggju í norðri, strandlengjunni að norðan og iðnaðar- og hafnarsvæðinu við Sandgerðisbót að austan. Stærð svæðisins er 42,3 ha að flatarmáli.
Afgreiðslu frestað.

5.Hálönd - umsókn um heimild til deiliskipulags 3. áfanga

Málsnúmer 2017030536Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi 3. áfanga Hálanda í landi Hlíðarenda. Deiliskipulagið var samþykkt í bæjarstjórn að lokinni auglýsingu þann 19. júlí sl. með minniháttar breytingum eftir auglýsingu. Fyrir liggur bréf Skipulagsstofnunar dagsett 31. ágúst 2018 þar sem ekki er gerð athugasemd við að birt verði auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda en með fyrirvara um lagfæringar á gögnum. Er tillagan nú lögð fram með þeim breytingum að hæðarkótum húsa hefur verið bætt inn á skipulagsuppdrátt, misræmi í texta lagfært auk þess sem bætt hefur verið við skýringaruppdrætti með þversniðum í landið. Þessu til viðbótar óskar umsækjandi eftir að gerð verði minniháttar breyting á kafla 1.9.4 í greinargerð varðandi útlit og byggingarefni húsa á svæðinu.
Skipulagsráð mælir með að bæjarstjórn samþykki deiliskipulagið að nýju með minniháttar breytingum sem tilgreindar hafa verið og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku þess skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.


Þá samþykkir skipulagsráð að heimila sviðsstjóra að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð á svæðinu þegar deiliskipulagið hefur tekið gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda og borist hafa fullnægjandi hönnunargögn.

Ólafur Kjartansson V-lista sat hjá við afgreiðsluna.

6.Aðalskipulag Akureyrarbæjar - Hólasandslína

Málsnúmer 2018030073Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 28. ágúst 2018 þar sem Árni Jón Elíasson fyrir hönd Landsnets ehf., kt. 630204-3480, leggur inn fyrirspurn varðandi Hólasandslínu 3 og fyrirhugaða legu hennar í streng við suðurenda Akureyrarflugvallar. Meðfylgjandi er mynd sem sýnir fyrirhugaða legu strengsins.
Að mati skipulagsráðs felur breytt lega strengs í sér að breyta þarf aðalskipulagi sveitarfélagsins. Er slík breyting óveruleg að mati ráðsins og samþykkir að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að láta útbúa breytingu á aðalskipulagi í samræmi við það.

7.Síðuhverfi - rammaskipulag

Málsnúmer 2018010050Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað Landslags dagsett 10. ágúst 2018 um vinnu við rammaskipulag fyrir nýtt íbúðarsvæði norðan og vestan Síðuhverfis, svæði merkt sem ÍB23 í nýsamþykktu aðalskipulagi.
Skipulagsráð tilnefnir Tryggva Má Ingvarsson B-lista, Arnfríði Kjartansdóttur V-lista og Þórhall Jónsson D-lista í vinnuhóp vegna rammaskipulagsins.

8.Austurbrú 10-12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017050207Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi dagsett 5. júlí 2018 þar sem Steingrímur Pétursson fyrir hönd Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, sækir um frest á byggingarframkvæmdum við fjölbýlishúsið Austurbrú 10-12 til 1. júní 2019. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsráðs 25. júlí sl. og sviðsstjóra skipulagssviðs og byggingarfulltrúa falið að leita nánari skýringa á stöðu málsins. Var haldinn fundur með verktaka og framkvæmdaraðila þann 27. ágúst sl. Þá er jafnframt lagt fram bréf Jóns Bjarna Kristjánssonar hdl. dagsett 23. júlí 2018, f.h. eigenda fasteignar að Hafnarstræti 82, þar sem mótmælt er að veittur verði frestur til að hefja framkvæmdir á lóðinni.
Helgi Snæbjarnarson L-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð frestar erindinu þar til fyrir liggur samkomulag umsækjanda við lóðarhafa Hafnarstrætis 82 um frágang á lóð hans og lóðarmörkum vegna útgraftar.

9.Gránufélagsgata 19 - skrá sem atvinnuhúsnæði

Málsnúmer 2018081095Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. ágúst 2018 þar sem Friðrik Smárason fyrir hönd Gleypis ehf., kt. 621209-3370, sækir um að hús nr. 19 við Gránufélagsgötu verði skráð sem atvinnuhúsnæði til gistingar.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem í aðalskipulagi sveitarfélagsins kemur fram að rekstrarleyfisskyld skammtímaleiga er óheimil á íbúðarsvæðum nema kveðið sé á um það í aðalskipulagi viðkomandi landnotkunarreits (bls. 34 í greinargerð aðalskipulagsins).

Þórhallur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

10.Eyrarvegur 27a - fyrirspurn um byggingu bílskúrs

Málsnúmer 2018081127Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. ágúst 2018 þar sem Helgi Sveinn Ingólfsson og Birgitta Halldórsdóttir leggja inn fyrirspurn vegna byggingar bílskúrs við hús nr. 27a við Eyrarveg. Meðfylgjandi eru teikningar.
Skipulagsráð frestar erindinu og óskar eftir að umsækjandi leggi fram skýrari gögn.

11.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 689. fundar, dagsett 23. ágúst 2018, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

12.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 690. fundar, dagsett 30. ágúst 2018, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

13.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 691. fundar, dagsett 6. september 2018, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:00.