Málsnúmer 2008060057Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd tilnefndi 13. maí 2008 og að nýju 7. september 2010 fulltrúa í vinnuhóp um breytta legu reiðleiða frá Hlíðarholti að suður- og norðurbæjarmörkum. Auk fulltrúa skipulagsnefndar voru tilnefndir fulltrúar frá Hestamannafélaginu Létti.
Vinnuhópurinn skilaði af sér tillögu um breytta legu reiðvega sem tekin var fyrir á fundi skipulagsnefndar 14. mars 2012. Stjórn Léttis er ekki sammála framlagðri tillögu að öllu leyti (sjá nánar í innkomnu bréfi).
Skipulagsnefnd óskaði í framhaldinu eftir umsögnum um tillöguna frá eftirtöldum aðilum:
1) Vegagerðinni sem gerir athugasemd við að reiðleið þveri Hringveginn. Vegagerðin setur þau skilyrði að reiðleiðin fari um reiðgöng undir veginn. Til bráðabirgða, þar til fjárveiting fyrir undirgöng fæst, fellst Vegagerðin á þverunina með svipaðri útfærslu og gerð var við Brunná á Eyjafjarðarbraut vestri.
2) Hörgársveit sem samþykkir að tenging reiðleiða milli sveitarfélaganna verði á Lögmannshlíðarvegi (Lónsvegi).
3) Eyjafjarðarsveit. Í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir reiðvegi í Eyjafjarðarsveit vestan Eyjafjarðarbrautar vestri. Óskað er eftir að gert verði ráð fyrir tengingu frá Akureyri inn á umræddan reiðveg.
4) Umhverfisnefnd Akureyrarbæjar sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
5) Skógræktarfélagi Eyjafjarðar. Umsögn barst ekki.
Vinnuhópurinn hefur nú lokið störfum og óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um tillöguna og að gerð verði aðalskipulagsbreyting á legu reiðleiða í samræmi við niðurstöðu hennar.
Skipulagsnefnd tekur tillit til hluta athugasemdanna. Sjá nánar í meðfylgjandi skjali merktu "Hlíðahverfi suðurhluti - athugasemdir og svör, dags. 14.11. 2012".
Niðurstaða:
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.