Bæjarráð hefur á fundi sínum 23. júní 2011 falið samfélags- og mannréttindaráði að meta hvort markmiðum Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar er nú þegar mætt í öðrum stefnum bæjarins eða hvort ástæða sé til að endurskoða stefnuna. Rætt var um stofnun vinnuhóps.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að stofna vinnuhóp um mat á fjölskyldustefnu. Fulltrúar ráðsins verða Heimir Haraldsson, sem verður formaður hópsins og Guðlaug Kristinsdóttir. Óskað er eftir tilnefningum frá félagsmálaráði, framkvæmdaráði, íþróttaráði, skipulagsnefnd, skólanefnd, stjórn Akureyrarstofu og umhverfisnefnd.
Samfélags- og mannréttindaráð leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði vinnuhópur sem verði falið að meta hvort markmiðum Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar er nú þegar mætt í öðrum stefnum bæjarins eða hvort ástæða sé til að endurskoða stefnuna.