Samfélags- og mannréttindaráð

109. fundur 27. júní 2012 kl. 17:00 - 18:05 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Brynjar Davíðsson
  • Heimir Haraldsson
  • Jóhann Gunnar Sigmarsson
  • Regína Helgadóttir
  • María Hólmfríður Marinósdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2013 - samfélags- og mannréttindamál

Málsnúmer 2012060197Vakta málsnúmer

Bæjarráð hefur á fundi sínum 14. júní sl. gert tillögur að tekju- og fjárhagsrömmum fyrir árið 2013 og vísað til umfjöllunar í nefndum bæjarins.

Lagt fram til kynningar.

Guðrún Þórsdóttir mætti til fundarins kl. 17.10.

2.Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 2008080068Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga frá vinnuhópi um mat á Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir tillögu vinnuhópsins og vísar henni til bæjarstjórnar í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs 23. júní 2011.

3.Forvarnamál - 2011-2012

Málsnúmer 2012040062Vakta málsnúmer

Formaður greindi frá fyrirhugaðri hugmyndavinnu um forvarnamál.
Jóhann Gunnar Sigmarsson vék af fundi kl. 17.55.

4.Styrktarsjóður EBÍ 2012

Málsnúmer 2012050185Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 31. maí 2012.
Erindi dags. 22. maí 2012 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands varðandi umsóknir í styrktarsjóð EBÍ 2012.
Bæjarráð hvetur nefndir og deildir bæjarins til að skoða verkefni sem falla undir reglur sjóðins og senda tillögur til bæjarstjóra fyrir 1. júlí nk.

Reglur sjóðsins lagðar fram til kynningar.

5.Samfélags- og mannréttindaráð - fundaáætlun 2012

Málsnúmer 2012060195Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fundaáætlun fyrir samfélags- og mannréttindaráð frá ágúst til desember.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir framlagða tillögu.

Fundi slitið - kl. 18:05.