Skólanefnd

5. fundur 05. mars 2012 kl. 14:00 - 17:00 Naustaskóli
Nefndarmenn
  • Preben Jón Pétursson formaður
  • Anna Sjöfn Jónasdóttir
  • Sigríður María Hammer
  • Logi Már Einarsson
  • Gerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Salóme Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Birna Óladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bryndís Valgarðsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Jóhannes Gunnar Bjarnason fulltrúi grunnskólakennara
  • Vilborg Þórarinsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Sigrún Vésteinsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna
  • Gunnar Gíslason fræðslustjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Gunnar Gíslason fræðslustjóri
Dagskrá
Helgi Vilberg Hermannsson A-lista, Kristlaug Þ. Svavarsdóttir, Helga María Harðardóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir voru forfölluð.

1.Naustaskóli II. áfangi - nýbygging

Málsnúmer 2010090010Vakta málsnúmer

Skólanefnd byrjaði á því í upphafi fundar að skoða framkvæmdir við 2. áfanga Naustaskóla og var svo farið yfir ástæður þess að óskað hefur verið eftir því að miðrými verði einnig lokið fyrir næstkomandi haust. Þá var rætt um hönnunarforsendur fyrir eldhús þ.e. hvort eigi að miða við að eldhúsið geti annað þjónustu við nýjan leikskóla sem mun verða byggður í Naustahverfi eftir nokkur ár.

Skólanefnd tekur undir þau rök sem liggja fyrir um nauðsyn þess að ljúka við miðrými Naustaskóla fyrir skólabyrjun 2012. Þá telur skólanefnd eðlilegt að við hönnun á eldhúsi Naustaskóla verði horft til þess að það geti einnig þjónað nýjum leikskóla í hverfinu, ef þurfa þykir.

2.Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 2008080068Vakta málsnúmer

Anna Sjöfn Jónasdóttir fulltrúi skólanefndar í vinnuhópi um endurskoðun fjölskyldustefnu kynnti nokkur atriði á fundinum sem hópurinn er að skoða og óskaði eftir því að fá viðbrögð frá nefndarmönnum á næsta fundi skólanefndar.

3.Frístund og skólafæði í grunnskólum - nýtingartölur

Málsnúmer 2012030020Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn voru lagðar til kynningar upplýsingar um fjölda barna í frístund og skólafæði í grunnskólum mánuðina janúar til mars og til samanburðar fjöldi barna í þessari þjónustu sömu mánuði fyrir ári. Fram kemur að aukning er í fjölda skólamáltíða milli ára en fækkun á sölutímum í frístund.

4.Nemendaspá 2013-2018

Málsnúmer 2012030022Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn voru lögð til kynningar drög að nemendaspá 2013-2018 fyrir leikskóla.
Jóhannes Gunnar Bjarnason og Sigrún Vésteinsdóttir yfirgáfu fundinn kl. 15:55.

5.Íþrótta- og tómstundaskóli

Málsnúmer 2012020136Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá tillaga um að tilnefna fulltrúa skólanefndar í starfshóp um skipulag íþrótta- og tómstundaskóla (frístundaskóla) fyrir börn á aldrinum 5 - 9 ára á Akureyri.

Skólanefnd samþykkir að tilnefna Loga Má Einarsson sem fulltrúa í starfshópinn.

Þá samþykkir skólanefnd að vinnuheiti verkefnisins verði frístundaskóli í staðinn fyrir íþrótta- og tómstundaskóli.

6.Kiðagil - ósk um breytingu á starfsdegi

Málsnúmer 2012030021Vakta málsnúmer

Erindi dags. 23. febrúar 2012 frá leikskólanum Kiðagili þar sem óskað er eftir því að starfsdagur og námskeiðsdagur vorannar verði færðir til 20. og 23. apríl 2012. Tilefnið er náms- og kynnisferð starfsmanna til Írlands. Fram kemur að foreldraráð gerir ekki athugasemdir vegna málsins.

Skólanefnd samþykkir erindið.

7.Samband íslenskra sveitarfélaga - viðmiðunarreglur vegna leikskóladvalar barna utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 2012030005Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 28. febrúar 2012 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem kynnt er að stjórn sambandsins hafi samþykkt á fundi sínum 24. febrúar sl. nýjar viðmiðunarreglur vegna dvalar barna á leikskólum utan lögheimilissveitarfélags. Um er að ræða reglur sem gilda eiga út árið 2012.

Starfshópur sá sem vann reglurnar mun framhalda vinnu sinnu við frekari greiningar á eftirtöldum þáttum og ljúka henni fyrir árslok 2012:

a) aldurstengdur kostnaður vegna dvalar barna á leikskólum.

b) kostnaður við sérfræðiþjónustu og greiningu á öðrum sértækum kostnaði er tengist dvöl barna á leikskólum.

Sérstök athygli er vakin á þeirri breytingu að nú er gjaldskrá viðmiðunarreglna miðuð við meðaltalsraunkostnað sveitarfélaga við leikskóladvöl barna. Í 5. gr. kemur fram að í viðmiðunargjaldi sé innifalinn allur almennur leikskólakostnaður, þ.m.t. kostnaður vegna húsnæðis og sérfræðiþjónustu.

Það er undirstrikað að um viðmiðunarreglur er að ræða og sveitarfélögum í sjálfsvald sett hvort þau nýti sér hana í samskiptum sín á milli vegna barna sem þiggja leikskólaþjónustu utan lögheimilissveitarfélags.

 

Fundi slitið - kl. 17:00.