Stjórn Akureyrarstofu

118. fundur 21. mars 2012 kl. 16:00 - 18:15 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Hlín Bolladóttir
  • Jón Hjaltason
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigfús Arnar Karlsson áheyrnarfulltrúi
  • Unnsteinn Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Verkefnisstjórn um atvinnumál - áfangaskýrsla

Málsnúmer 2011110167Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar og umræðu drög að skýrslu verkefnisstjórnar um atvinnumál. Gert er ráð fyrir að skýrslugerðinni ljúki í mars og verður hún lögð fram til formlegrar afgreiðslu í stjórn Akureyrarstofu um miðjan apríl.

2.Leikfélag Akureyrar - staða rekstrar

Málsnúmer 2011080046Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna í viðræðum stjórnar LA og fulltrúa Akureyrarbæjar.

3.Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 2008080068Vakta málsnúmer

Starfshópurinn sem vinnur að endurskoðun fjölskyldustefnu bæjarins hefur óskað eftir að nefndir og ráð bæjarins taki til umræðu hvort ástæða sé til að hafa sérstaka fjölskyldustefnu eins og verið hefur. Jafnframt er óskað eftir því að teknar verði saman upplýsingar um hvernig einstök verkefni í núverandi stefnu hafa gengið. Hildur Friðriksdóttir fulltrúi V-lista í stjórn Akureyrarstofu á sæti í starfshópnum og mun endurspegla þær skoðanir sem fram komu í stjórninni á þeim vettvangi.

Fundi slitið - kl. 18:15.