Málsnúmer 2012020136Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum lá tillaga um að stofna og tilnefna fulltrúa í starfshóp um skipulag íþrótta- og tómstundaskóla (Heilsdagsskóla) fyrir börn á aldrinum 5 - 9 ára á Akureyri. Markmiðið er að mynda samfelldan skóladag hjá börnum á þessum aldri þar sem fléttað er saman íþróttaiðkun, tómstundum og listsköpun. Reiknað er með því að ráða verkefnastjóra tímabundið í átaksverkefni til að stýra verkinu. Verkefnið þarf að vinna í samstarfi við samfélags- og mannréttindaráð, íþróttaráð, íþróttafélög og tómstundafélög í bænum. Þess vegna var lagt til að í starfshópnum verði einn fulltrúi frá skólanefnd, að samfélags- og mannréttindaráð og íþróttaráð sameinist um einn fulltrúa og að ÍBA og tómstundafélög sameinist um einn fulltrúa.
Skólanefnd samþykkir að láta gera mælingar á hljóðvist leikskólanna og mötuneytum og íþróttasölum grunnskólanna. Er skóladeild falið að annast framkvæmd verkefnisins.