Skólanefnd

4. fundur 20. febrúar 2012 kl. 14:00 - 17:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Preben Jón Pétursson formaður
  • Anna Sjöfn Jónasdóttir
  • Sigríður María Hammer
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Logi Már Einarsson
  • Gerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hjörtur Narfason áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Salóme Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • fulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Jóhannes Gunnar Bjarnason fulltrúi grunnskólakennara
  • Kristlaug Þ Svavarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra
  • Helga María Harðardóttir fulltrúi leikskólakennara
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna
  • Gunnar Gíslason fræðslustjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Gunnar Gíslason fræðslustjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - þriggja ára áætlun 2013-2015

Málsnúmer 2012010262Vakta málsnúmer

Unnið var að þriggja ára áætlun skólanefndar.

2.Fræðslu- og uppeldismál - rekstur 2011

Málsnúmer 2011050064Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lagt nýtt rekstraruppgjör fyrir árið 2011 með skýringum. Þar kemur fram að reksturinn er í heild 0,4% umfram áætlun eða um kr. 20.000.000. Þar munar mest um hærri húsaleigukostnað og kostnað umfram tekjur í skólamötuneytum allra skólanna.

3.Leikskólar Akureyrarbæjar - starfsaðstæður

Málsnúmer 2012010241Vakta málsnúmer

Á 85. fundi samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Félags leikskólakennara 14. desember 2011 var fjallað um bókun 5 í kjarasamningi aðila um starfsaðstæður leikskólakennara. Niðurstaða fundarins var að samstarfsnefnd beinir þeim tilmælum til sveitarfélaga að huga reglulega að hljóðvist og vinnuaðstæðum barna og fullorðinna. Ýmsar leiðbeiningar má finna á vef Vinnueftirlitsins www.vinnueftirlit.is.

Skólanefnd samþykkir að láta gera mælingar á hljóðvist leikskólanna og mötuneytum og íþróttasölum grunnskólanna. Er skóladeild falið að annast framkvæmd verkefnisins.

4.Tölvubúnaður í grunnskólum

Málsnúmer 2012010259Vakta málsnúmer

Sagt var frá ráðstefnu um notkun spjaldtölva í skólum, sem nokkrir skólanefndarfulltrúar sóttu nýverið.

Skólanefnd samþykkir að fela fræðslustjóra að vinna áfram að málinu og óskar eftir umsögn ungmennaráðs Akureyrarbæjar um notkun spjaldtölva í skólastarfi. 

5.Íþrótta- og tómstundaskóli

Málsnúmer 2012020136Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá tillaga um að stofna og tilnefna fulltrúa í starfshóp um skipulag íþrótta- og tómstundaskóla (Heilsdagsskóla) fyrir börn á aldrinum 5 - 9 ára á Akureyri. Markmiðið er að mynda samfelldan skóladag hjá börnum á þessum aldri þar sem fléttað er saman íþróttaiðkun, tómstundum og listsköpun. Reiknað er með því að ráða verkefnastjóra tímabundið í átaksverkefni til að stýra verkinu. Verkefnið þarf að vinna í samstarfi við samfélags- og mannréttindaráð, íþróttaráð, íþróttafélög og tómstundafélög í bænum. Þess vegna var lagt til að í starfshópnum verði einn fulltrúi frá skólanefnd, að samfélags- og mannréttindaráð og íþróttaráð sameinist um einn fulltrúa og að ÍBA og tómstundafélög sameinist um einn fulltrúa.

Skólanefnd samþykkir tillöguna samhljóða.

Kristlaug Þ. Svavarsdóttir yfirgaf fundinn kl. 15:45.
Jóhannes Gunnar Bjarnason yfirgaf fundinn kl. 15:55.

6.Næring, heilsa og skólastarf

Málsnúmer 2012020137Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lögð tillaga frá formanni skólanefndar um að ráða verkefnastjóra tímabundið í átaksverkefni til þess að skoða niðurstöður rannsókna og fræðileg skrif um tengsl næringar á heilsu barna og þroska með hliðsjón af skólastarfi. Tilgangur verkefnisins er að skoða hvort tengsl séu hugsanleg milli mataræðis í nútímanum og fjölgunar barna með ADHD, einhverfu, hegðunarörðugleika og námsörðugleika svo eitthvað sé nefnt.

Skólanefnd samþykkir tillöguna samhljóða.

7.Tónlistarskólinn á Akureyri og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands - samstarf vegna tónleika

Málsnúmer 2012020013Vakta málsnúmer

Erindi dags. 1. febrúar 2012 frá Mögnu Guðmundsdóttur f.h. Tónlistarskólans á Akureyri varðandi samstarf Tónlistarskólans og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands vegna tónleika 5. maí 2012. Óskað var eftir samþykki skólanefndar fyrir verkefninu sem slíku, en samkvæmt upplýsingum frá skólanum mun starfið rúmast innan fjárheimilda.

Skólanefnd hvetur til þess að Tónlistarskólinn og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands gangi frá formlegu samstarfi sín á milli. Skólanefnd telur einnig mikilvægt að öll verkefni sem Tónlistarskólinn leggur fjármagn í með hljómsveitinni verði fyrst og fremst þróuð að frumkvæði Tónlistarskólans með hagsmuni nemenda að leiðarljósi þannig að það nýtist sem flestum þeirra.

8.Lundarsel - breyting á skóladagatali

Málsnúmer 2012020141Vakta málsnúmer

Erindi dags. 15. febrúar 2012 frá leikskólanum Lundarseli þar sem óskað er eftir samþykki skólanefndar fyrir tilfærslum á starfsdegi og námskeiðsdegi í skóladagatali svo starfsmannahópurinn geti farið í náms- og kynnisferð til Cambridge 16.- 20. maí nk. Fram kemur að foreldraráð hefur samþykkt þessar tilfærslur.

Skólanefnd samþykkir erindið.

9.Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 2008080068Vakta málsnúmer

Lagt var til að skólanefnd tilnefndi Önnu Sjöfn Jónasdóttur sem fulltrúa sinn í vinnuhóp um mat á fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar í stað Sigurveigar S. Bergsteinsdóttur.

Skólanefnd samþykkir tillöguna.

10.Leikskólapláss

Málsnúmer 2012010361Vakta málsnúmer

Davíð Smári Jóhannsson og Valgerður Birgisdóttir mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa 26. janúar 2012. Þau lýstu yfir óánægju sinni með leikskólamál. Þau telja sig hafa fengið misvísandi skilaboð varðandi pláss á leikskólum og systkinaforgang. Eiga barn sem fæddist 1. janúar 2010 og voru að bíða eftir plássi á Hólmasól þar sem eldra systkini er. Vildu ekki festa sig í plássi sem þeim bauðst á Krógabóli sl. sumar þ.e. þau töldu sig fá þær upplýsingar að þau gætu ekki skipt um pláss á miðjum vetri. Höfðu upplýsingar um að pláss myndi losna á Hólmasól um áramót og vildu bíða eftir því. Þegar til átti að taka fékk annað barn plássið sem sótt hafði verið um flutning fyrir. Þá vildu þau benda á að mikilvægt sé að reglur séu aðgengilegar inni á vef bæjarins.

Skólanefnd þakkar fyrir athugasemdirnar og felur leikskólafulltrúa að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

11.Daggæsla barna

Málsnúmer 2012010165Vakta málsnúmer

Ingunn Eir Eyjólfsdóttir mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 12. janúar 2012. Spurðist fyrir um möguleika á daggæslu fyrir barnið sitt sem er síðasta fædda barnið í bænum árið 2010. Ingunn er atvinnuleitandi og henni hefur verið boðið starf en hún getur ekki þegið það þar sem að hún fær ekki pössun. Spurning Ingunnar er sú hvort foreldrar sjálfir í hennar aðstöðu geti ekki fengið þá upphæð greidda sem notuð er til niðurgreiðslu til foreldra. Foreldrar geta þá notað þá fjármuni til að útvega sér pössun eða gert aðrar ráðstafanir. Hún segir að þessi leið sé í boði í Danmörku þar sem hún bjó áður.

Skólanefnd þakkar ábendinguna en bendir á að heimagreiðslum sem valkosti hefur tvisvar sinnum verið hafnað af skólanefnd.

Fundi slitið - kl. 17:00.