Skipulagsnefnd

126. fundur 09. nóvember 2011 kl. 08:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Haraldur Sveinbjörn Helgason
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurður Guðmundsson
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
Dagskrá

1.Aðalskipulag - Blöndulína 3. Akureyri - Krafla. Breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer SN080072Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi dagsetta 4. nóvember 2011 unna af Árna Ólafssyni arkitekt f.h. Teiknistofu arkitekta ehf.
Lagt er til að gerð verði aðalskipulagsbreyting á línuleið Blöndulínu 3 ofan Akureyrar, frá sveitafélagsmörkum Hörgársveitar að fyrirhuguðu tengivirki við Kífsá og jarðstrengjaleið þaðan að Rangárvöllum.
Skipulagslýsing hefur verið auglýst og kynnt almenningi. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Torfunef, Strandgata - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2011110013Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Torfunefs - Strandgötu vegna lengingar á sjóvarnargarði. Tillagan er unnin af X2 hönnun og skipulagi ehf. dagsett 4. nóvember 2011.

Þar sem einungis er um að ræða minniháttar lengingu á grjótvarnargarði við Torfunef og er breyting sem varðar Akureyrarbæ og umráðanda svæðisins sem er Hafnasamlag Norðurlands leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag við Vestursíðu, Borgarbraut

Málsnúmer 2011110007Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri leggur til að breyting verði gerð á gildandi deiliskipulagi við Vestursíðu vegna lengingar Borgarbrautar til norðvesturs frá Merkigili að Bröttusíðu.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Oddeyrartangi - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2011100094Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. október 2011 þar sem Árni Kristjánsson f.h. Bústólpa ehf., kt. 541299-3009, óskar eftir stækkun og sameiningu lóða á Oddeyrartanga, landnr. 149132, og Strandgötu 63 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Stækkun lóðanna kallar á breytingu á deiliskipulagi svæðisins á Oddeyrartanga. Meðfylgjandi er skriflegt samþykki Hafnasamlags Norðurlands og Eimskipafélags Íslands. Nánari skýringar eru í meðfylgjandi bréfi.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra og formanni skipulagsnefndar að vinna breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðisins. Einnig verði við þá vinnu teknar með að beiðni Hafnasamlags Norðurlands breytingar á skipulagi sem varða aðstöðu og stýringu á umferð á svæðinu vegna komu skemmtiferðaskipa.

5.Frumvarp til breytinga á lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum

Málsnúmer 2011100108Vakta málsnúmer

Erindi dags. 20. október 2011 frá umhverfisráðuneytinu þar sem óskað er eftir athugasemdum við drög að frumvarpi um breytingar á lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Óskað er eftir að athugasemdir berist eigi síðar en 9. nóvember nk.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið að öðru leyti en því að nefndin telur eðlilegt að móttöku- og flokkunarstöðvar úrgangs fari inn í frumvarpsdrögin þannig að slík starfsemi heyri undir lög nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum m.s.br.

6.Hringrás hf. - ósk um umsögn um tillögu að starfsleyfi fyrir móttökustöð

Málsnúmer 2011110006Vakta málsnúmer

Erindi dags. 28. október 2011 frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að útvíkkuðu starfsleyfi fyrir móttökustöð Hringrásar hf. fyrir spilliefni og annan úrgang að Ægisnesi 1, Akureyri. Óskað er eftir að umsögnin berist fyrir 18. nóvember 2011.
Í starfsleyfisumsókninni er sótt um útvíkkun á starfseminni vegna móttöku á almennum úrgangi til flokkunar og förgunar. Samkvæmt gildandi starfsleyfi hefur fyrirtækið leyfi til þess að taka við allt að 3900 tonnum af úrgangi á ári til meðhöndlunar. Nú sækir fyrirtækið um að útvíkka starfsleyfið þannig að því verði heimilt að taka við allt að 20.000 tonnum af úrgangi til meðhöndlunar í viðbót við þann úrgang sem fyrirtækið hefur heimild til að taka við nú.

Skipulagsnefnd getur ekki fallist á útvíkkað starfsleyfi þar sem skilyrði er fram koma í núverandi byggingar- og starfsleyfi hafa ekki verið uppfyllt sbr. samþykkta aðaluppdrætti.

7.Draupnisgata 7n - ósk um álit skipulagsnefndar á breyttri notkun húss

Málsnúmer 2011100128Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. október 2011 þar sem Birgir Á. Kristjánsson f.h. Íslenska Gámafélagisins ehf., kt. 470596-2289, óskar eftir áliti skipulagsnefndar á breyttri notkun hússins á lóðinni nr. 7n við Draupnisgötu. Fyrirhugað er að nota húsið til umhleðslu á sorpi og endurvinnsluhráefnum í gáma til flutnings. Þar sem útisvæði við húsið er takmarkað hefur ÍG tekið á leigu geymslusvæði við Goðanes 2 fyrir gáma fyritækisins. Nánari skýringar í meðfylgjandi bréfi. Innkomið samþykki 8 af 19 eigendum séreignarhluta dagsett 3. nóvember 2011.

Vísð er til 41. gr. 5. tl. A stafliðar með vísun í 27. gr. laga um fjöleignarhús nr. 26/1994. Í greininni kemur fram að breytingar á hagnýtingu séreignar frá því sem verið hefur eða ráð var fyrir gert í upphafi eru háðar samþykki allra eigenda hússins, ef þær hafa í för með sér verulega meira ónæði, röskun eða óþægindi fyrir aðra eigendur eða afnotahafa en áður var og gengur og gerist í sambærilegum húsum.

Skipulagsnefnd telur að breytingar sem þessar á hagnýtingu séreignarinnar séu háðar samþykki allra eigenda hússins. 

Skipulagsnefnd hafnar því erindinu þar sem einungis 8 eigendur séreignarhluta af 19 hafa samþykkt breytinguna.

8.Hamratún 22-24 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2011090103Vakta málsnúmer

Tillaga um breytingu á deiliskipulagi sem felst í að skipta lóðinni nr. 22-24 við Hamratún í tvær lóðir og byggja fjögurra íbúða hús á hvorri lóð var send í grenndarkynningu þann 21. október 2011. Grenndarkynningunni lauk þann 7. nóvember 2011 þar sem þeir er kynninguna fengu hafa allir svarað og gera ekki athugasemdir við breytinguna.

Skipulagsnefnd samþykkir á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd" deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.

9.Miðbær norðurhluti - breyting á deiliskipulagi, Hólabraut - Laxagata, stöðvunarkrafa vegna útgáfu byggingarleyfis

Málsnúmer SN110012Vakta málsnúmer

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur borist meðfylgjandi kæra um stöðvun framkvæmda vegna útgáfu byggingarleyfis við Hólabraut 16. Í kærunni er gerð krafa um bráðabirgðaúrskurð um stöðvun framkvæmda.
Vegna framkominnar stöðvunarkröfu er farið fram á að úrskurðarnefndin fái í hendur gögn er málið varða og bæjaryfirvöldum um leið gefinn kostur á að tjá sig um málið.

Bæjarlögmanni í samráði við skipulagsstjóra er falið að senda Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála umbeðin gögn ásamt greinargerð.

10.Reykjasíða 12 - fyrirspurn um stækkun bílgeymslu

Málsnúmer 2011100113Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. október 2011 þar sem Ragnar Kr. Guðjónsson og Hafdís Pálsdóttir leggja fram fyrirspurn um hvort byggingarleyfi fáist til að stækka bílgeymslu við húsið að Reykjasíðu 12. Meðfylgjandi er afstöðumynd og hugmynd af útliti.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið þegar fullnægjandi gögn berast. 

11.Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 2008080068Vakta málsnúmer

Bæjarráð hefur á fundi sínum 23. júní sl. falið samfélags- og mannréttindaráði að meta hvort markmiðum Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar er nú þegar mætt í öðrum stefnum bæjarins eða hvort ástæða sé til að endurskoða stefnuna. Rætt var um stofnun vinnuhóps.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkti 2. nóvember s.l. að stofna vinnuhóp um mat á fjölskyldustefnu. Fulltrúar ráðsins verða Heimir Haraldsson sem verður formaður hópsins og Guðlaug Kristinsdóttir. Óskað er eftir tilnefningum frá félagsmálaráði, framkvæmdaráði, íþróttaráði, skipulagsnefnd, skólanefnd, stjórn Akureyrarstofu og umhverfisnefnd.

Skipulagsnefnd tilnefnir Edward Hákon Huijbens í vinnuhóp um endurskoðun á fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar.

12.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010-2011

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 26. október 2011. Lögð var fram fundargerð 370. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum.

Lagt fram til kynningar.

13.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010-2011

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 2. nóvember 2011. Lögð var fram fundargerð 371. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 12 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.