Íþróttaráð

107. fundur 22. mars 2012 kl. 14:00 - 16:08 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Nói Björnsson formaður
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Þóroddur Hjaltalín
  • Árni Óðinsson
  • Erlingur Kristjánsson
  • Anna Jenný Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Dýrleif Skjóldal áheyrnarfulltrúi
  • Jón Einar Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar bauð formaður nýráðinn forstöðumann íþróttamála, Ellert Örn Erlingsson, velkominn til starfa.

1.Hlíðarfjall - rekstur 2008-2011

Málsnúmer 2012030169Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit Karls Guðmundssonar verkefnastjóra innra eftirlits dags. 1. mars 2012 um rekstur Hlíðarfjalls á árunum 2008-2011.
Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð þakkar Karli fyrir samantektina og Guðmundi Karli fyrir yfirferðina.

2.Fjárhagsáætlun 2011 - íþróttaráð

Málsnúmer 2010080052Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit ársins 2011 fyrir þá málaflokka sem heyra undir íþróttaráð.

3.Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 2008080068Vakta málsnúmer

Að ósk vinnuhóps um mat á Fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar var farið yfir þau verkefni sem eru á ábyrgð íþróttaráðs. Einnig var rætt almennt um stöðu stefnunnar.

4.Íþrótta- og tómstundaskóli

Málsnúmer 2012020136Vakta málsnúmer

Skólanefnd hefur á fundi sínum 20. febrúar sl. óskað eftir að samfélags- og mannréttindaráð og íþróttaráð sameinist um að tilnefna einn fulltrúa í starfshóp um skipulag íþrótta- og tómstundaskóla (Heilsdagsskóla) fyrir börn á aldrinum 5-9 ára.

Íþróttaráð og samfélags- og mannréttindaráð tilnefna Þorvald Sigurðsson sem fulltrúa sinn í starfshópnum og óska jafnframt eftir að forstöðumaður íþróttamála vinni með hópnum.

5.Siglingaklúbburinn Nökkvi - skipulagsmál á félagssvæðinu

Málsnúmer 2012010229Vakta málsnúmer

Umræður um skipulags- og uppbyggingarmál á félagssvæði Nökkva félags siglingamanna á Akureyri.

Íþróttaráð samþykkir að skipaður verði vinnuhópur til að vinna að undirbúningi skipulags- og uppbyggingarmála á félagssvæði Nökkva. Nói Björnsson og Árni Óðinsson verða fulltrúar íþróttaráðs í hópnum. Íþróttaráð óskar eftir að skipulagsnefnd, Nökkvi og ÍBA tilnefni fulltrúa í vinnuhópinn.

6.Sundlaug Akureyrar - endurbætur og framtíðarsýn

Málsnúmer 2012020045Vakta málsnúmer

Í framhaldi af umræðum íþróttaráðs 9. febrúar sl. er lagt til að skipaður verði vinnuhópur sem falið verður að fara yfir nauðsynlegar endurbætur á Sundlaug Akureyrar og móta framtíðarsýn fyrir starfsemina.

Íþróttaráð samþykkir að skipaður verði vinnuhópur til að vinna að mótun framtíðarsýnar fyrir sundlaugar bæjarins. Nói Björnsson og Erlingur Kristjánsson verða fulltrúar íþróttaráðs. Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar og Samúel Jóhannsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva Glerárskóla og Giljaskóla starfa með hópnum. Óskað er eftir að stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar tilnefni fulltrúa í vinnuhópinn.

Dýrleif Skjóldal vék af fundi kl. 15:40.

7.Skautasvell í hverfum bæjarins

Málsnúmer 2011110070Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi úr viðtalstímum bæjarfulltrúa 10. nóvember 2011 frá Sigurði Aðils um skautasvell í hverfum bæjarins, sem bæjarráð vísaði til íþróttaráðs á fundi sínum 17. nóvember sl.

Eftir að hafa skoðað málið vandlega með nokkrum deildum bæjarins getur íþróttaráð ekki orðið við erindinu.

8.Akureyri handboltafélag - styrkbeiðni 2012

Málsnúmer 2012030131Vakta málsnúmer

Erindi dags. 11. mars 2012 frá Akureyri handboltafélagi þar sem óskað er eftir styrk frá íþróttaráði.

Íþróttaráð frestar afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 16:08.