Umræða um uppbyggingu á Akureyrarflugvelli og þýðingu hennar fyrir ferðaþjónustu sem og samfélagið allt.
Halla Björk Reynisdóttir hóf umræðuna og reifaði nokkra þætti varðandi möguleika Akureyrarflugvallar til að sinna millilandaflugi og áhrif þess, bæði fyrir ferðaþjónustu á svæðinu og fyrir samfélagið í heild.
Í umræðum tóku einnig til máls Þórhallur Jónsson, Gunnar Gíslason, Þórhallur Jónsson (í annað sinn), Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Halla Björk Reynisdóttir og Gunnar Gíslason (í annað sinn), Andri Teitsson, Hlynur Jóhannsson og Halla Björk Reynisdóttir.
Þá skorar bæjarráð á ISAVIA og stjórnvöld að ráðast þegar í mótun framtíðarsýnar flugvallarins. Mikilvægt er í því sambandi að rekstrarfyrirkomulag og eignarhald flugvallarins verði endurskoðað þannig að hægt sé að móta framtíðarsýn og uppbyggingu vallarins og lýsir bæjarráð yfir vilja Akureyrarbæjar til að koma að þeirri vinnu.