Liður 12 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 18. september 2018:
Umræða um málefni Vistorku ehf. að ósk Gunnars Gíslasonar D-lista f.h. minnihluta bæjarstjórnar.
Gunnar Gíslason hóf umræðuna og reifaði árangur af starfsemi Vistorku ehf. og þörf á að skerpa enn frekar hlutverk Vistorku ehf. og áherslur bæjarins í umhverfismálum.
Í umræðum tóku einnig til máls Andri Teitsson, Dagbjört Pálsdóttir og Ingibjörg Ólöf Isaksen.
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi ályktun með 11 samhljóða atkvæðum:
Akureyrarbær ásamt stofnunum sínum og tengdum fyrirtækjum hefur náð eftirtektarverðum árangri í umhverfismálum. Eitt af því sem stuðlað hefur að þessum árangri sl. ár er stofnun Vistorku ehf. sem er að fullu í eigu Norðurorku hf. Nú eru liðin rúm þrjú ár frá stofnun Vistorku ehf. og því kominn tími til að meta árangur starfs og hvert skal stefna með fyrirtækið og alla umræðu og lausnir í umhverfismálum á Akureyri og í Eyjafirði. Bæjarstjórn samþykkir því að boða til fundar með bæjarfulltrúum, stjórnum og stjórnendum Vistorku ehf., Norðurorku hf. og Moltu ehf. til að ræða stefnumótun til framtíðar í umhverfismálum og starfsemi fyrirtækjanna með það að markmiði að Akureyri og Eyjafjörður verði í fremstu röð þegar kemur að umhverfismálum og náttúruvernd.
Akureyrarbær ásamt stofnunum sínum og tengdum fyrirtækjum hefur náð eftirtektarverðum árangri í umhverfismálum. Eitt af því sem stuðlað hefur að þessum árangri sl. ár er stofnun Vistorku ehf. sem er að fullu í eigu Norðurorku hf. Nú eru liðin rúm þrjú ár frá stofnun Vistorku ehf. og því kominn tími til að meta árangur starfs og hvert skal stefna með fyrirtækið og alla umræðu og lausnir í umhverfismálum á Akureyri og í Eyjafirði. Bæjarstjórn samþykkir því að boða til fundar með bæjarfulltrúum, stjórnum og stjórnendum Vistorku ehf., Norðurorku hf. og Moltu ehf. til að ræða stefnumótun til framtíðar í umhverfismálum og starfsemi fyrirtækjanna með það að markmiði að Akureyri og Eyjafjörður verði í fremstu röð þegar kemur að umhverfismálum og náttúruvernd.