Alþingiskosningar 2024 - viðaukabeiðni

Málsnúmer 2024100612

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3866. fundur - 24.10.2024

Lögð fram viðaukabeiðni vegna alþingiskosninga 30. nóvember næstkomandi. Óskað er eftir viðauka að fjárhæð 14 m.kr. vegna framkvæmdar kosninganna hjá Akureyrarbæ og að gert verði ráð fyrir sömu fjárhæð í tekjum í formi endurgreiðslna frá ríkinu.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.

Bæjarstjórn - 3552. fundur - 29.10.2024

Tekið fyrir erindi dagsett 17. október 2024 frá Svavari Pálssyni sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna alþingiskosninga.

Samkvæmt 69. gr. kosningalaga nr. 112/2021 er atkvæðagreiðsla utan kjörfundar heimil í húsnæði á vegum sveitarfélags, enda skuli sýslumaður að ósk sveitarstjórnar skipa kjörstjóra til að annast atkvæðagreiðslu. Hefð er fyrir atkvæðagreiðslu á skrifstofu Akureyrarbæjar í Hrísey og í Grímsey hjá sérstökum kjörstjóra.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að óska eftir því við Sýslumanninn á Norðurlandi eystra að skipa kjörstjóra í Hrísey og Grímsey vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu alþingiskosninga 2024. Jafnframt tilnefnir bæjarráð Önnu Maríu Sigvaldadóttur sem kjörstjóra í Grímsey og Dröfn Teitsdóttur sem kjörstjóra í Hrísey.

Bæjarráð - 3869. fundur - 14.11.2024

Lagt fram erindi Helgu G. Eymundsdóttur formanns kjörstjórnar á Akureyri varðandi framkvæmd alþingiskosninga 2024.
Bæjarráð samþykkir tillögur kjörstjórnar vegna alþingiskosninga 30. nóvember næstkomandi.

Bæjarráð - 3873. fundur - 12.12.2024

Lagt fram erindi Helgu G. Eymundsdóttur formanns kjörstjórnar á Akureyri varðandi framkvæmd alþingiskosninga 2024. Kjörstjórnin óskar eftir því að skilrúm fyrir kjörklefa verði endurnýjuð fyrir næstu kosningar.
Bæjarráð þakkar kjörstjórn og starfsfólki fyrir góð störf í tengslum við nýafstaðnar alþingiskosningar. Bæjarráð felur sviðsstjóra þjónustu- og skipulagssviðs að láta fara yfir og endurnýja eftir þörfum búnað og aðstöðu fyrir næstu kosningar, þar á meðal skilrúm fyrir kjörklefa og kjörkassa.