Þjónustusamningur um rekstur almenningsbókasafns

Málsnúmer 2024090752

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3862. fundur - 19.09.2024

Lagt fram erindi dagsett 13. september 2024 þar sem Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri f.h. sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps óskar eftir því að hefja viðræður við Akureyrarbæ um þjónustusamning vegna reksturs almenningsbókasafns. Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps hefur ákveðið að loka almenningsbókasafni sveitarfélagsins frá og með 1. nóvember 2024.
Bæjarráð samþykkir að hefja viðræður við Svalbarðsstrandarhrepp og felur bæjarlögmanni að vinna málið áfram.

Bæjarráð - 3866. fundur - 24.10.2024

Lagður fram þjónustusamningur milli Akureyrarbæjar og Svalbarðsstrandarhrepps um rekstur almenningsbókasafns. Markmið samningsins er að veita íbúum Svalbarðsstrandarhrepps aðgengi að safnkosti og þjónustu Amtsbókasafns gegn greiðslu sem nemur kr. 6.017.303 á ársgrundvelli samkvæmt samningnum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir þjónustusamninginn og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Bæjarstjórn - 3552. fundur - 29.10.2024

Liður 7 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 24. október 2024:

Lagður fram þjónustusamningur milli Akureyrarbæjar og Svalbarðsstrandarhrepps um rekstur almenningsbókasafns. Markmið samningsins er að veita íbúum Svalbarðsstrandarhrepps aðgengi að safnkosti og þjónustu Amtsbókasafns gegn greiðslu sem nemur kr. 6.017.303 á ársgrundvelli samkvæmt samningnum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir þjónustusamninginn og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Hlynur Jóhannsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir þjónustusamninginnm með 11 samhljóða atkvæðum.