Stefna aðalskipulags um útleigu íbúða

Málsnúmer 2024011395

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 416. fundur - 31.01.2024

Farið yfir reglur aðalskipulags Akureyrbæjar um útleigu íbúða.
Skipaður er vinnuhópur um stefnu aðalskipulags um útleigu íbúða í skammtímaleigu sem samanstendur af starfsmanni á þjónustu- og skipulagssviði, Sunnu Hlín Jóhannesdóttur B-lista, Sindra Kristjánssyni S-lista og Þórhalli Jónssyni D-lista.

Skipulagsfulltrúa er falið að útbúa erindisbréf og leggja fyrir næsta fund skipulagsráðs.

Skipulagsráð - 417. fundur - 14.02.2024

Lagt fram erindisbréf vegna vinnuhóps um endurskoðun stefnu aðalskipulags um útleigu íbúða í skammtímaleigu.

Skipulagsráð samþykkir erindisbréfið í samræmi við umræður á fundi.

Bæjarráð - 3866. fundur - 24.10.2024

Lagt fram erindisbréf vegna vinnuhóps um endurskoðun stefnu aðalskipulags um útleigu íbúða í skammtímaleigu.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagt erindisbréf fyrir vinnuhópinn.