Reglur um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ

Málsnúmer 2022100188

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 17. fundur - 03.10.2022

Umræður um reglur um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ.

Tinna Guðmundsdóttir F-lista óskar að bóka:

Heimgreiðslur ætti að tekjutengja þannig að tekjulægri foreldrar ættu kost á hærri heimgreiðslu en tekjuhærri og þannig væri stutt sannarlega betur við lágtekjufólk sem og einstæða foreldra.

Áheyrnafulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjórnenda, Dagný Björg Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 20. fundur - 21.11.2022

Lögð fram til kynningar drög að reglum um heimgreiðslur til foreldra.

Áheyrnarfulltrúar: Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Polly Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista og Ísak Már Jóhannesson S- lista óska að bóka:

Að brúa umönnunarbilið er mikilvægt jafnréttismál. Reynslan hefur sýnt að þetta bil er oftar brúað af konum en körlum. Mæður taka sér launalaust leyfi frá vinnu eða fara í hlutastörf með tilheyrandi afleiðingum á launakjör og lífeyrisréttindi. Mikilvægt er að brúa umönnunarbilið með fjölgun leikskólaplássa og eflingu dagforeldrakerfisins, en ekki með heimgreiðslum. Undirrituð telja það skref í ranga átt sem bæði bitnar á ævitekjum kvenna og eykur ójafnræði á vinnumarkaði. Þessu til viðbótar blasir við að heimgreiðslur með þessari útfærslu munu fyrst og fremst nýtast hátekjufólki í forréttindastöðu en ekki koma öðrum að gagni nema að litlu leyti. Óljóst er hvaða tilgangi heimgreiðslum er ætlað að þjóna. Ef þeim er ætlað að vera biðlistabætur fyrir þá foreldra sem ekki koma börnum sínum að á leikskóla eða hjá dagforeldri, þá er nauðsynlegt að horfa til jafnræðis og skoða sambærilega stöðu t.d. greiðslur til fatlaðs fólk sem er á biðlista eftir húsnæði. Ef heimgreiðslunum er ætlað að auka valfrelsi foreldra, þá er mikilvægt að hafa í huga að það val mun ekki standa öllum til boða, heldur fyrst og fremst tekjuháu fólki í forréttindastöðu.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 23. fundur - 16.01.2023

Lögð fyrir til samþykktar drög að reglum um heimgreiðslur.


Áheyrnarfulltrúar: Andrea Ösp Andradóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um heimgreiðslur með fimm atkvæðum.


Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista og Ísak Már Jóhannesson S-lista óska að bóka:

Þar sem þær reglur um heimgreiðslur sem hér eru lagðar fram til samþykktar eru í meginatriðum óbreyttar frá drögum sem kynnt voru á fundi þann 21. nóvember sl. vilja undirrituð ítreka bókanir sem gerðar voru við málið á því stigi. Ef koma skal á heimgreiðslum þyrfti það að vera tímabundin lausn meðan byggð verða upp leikskólapláss til að mæta þeirri vöntun sem er og verður til staðar og þá telja undirrituð nauðsynlegt að tekjutengja styrkina svo þeir nýtist aðeins þeim sem á þurfa að halda. Reglurnar eru kynntar sem tilraunaverkefni og því er mikilvægt að það liggi fyrir hvernig árangur tilraunarinnar verður metinn áður en hún hefst.

Bæjarráð - 3795. fundur - 26.01.2023

Liður 2 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 16. janúar 2023:

Lögð fyrir til samþykktar drög að reglum um heimgreiðslur.

Áheyrnarfulltrúar: Andrea Ösp Andradóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um heimgreiðslur með fimm atkvæðum.

Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista og Ísak Már Jóhannesson S-lista óska að bóka:

Þar sem þær reglur um heimgreiðslur sem hér eru lagðar fram til samþykktar eru í meginatriðum óbreyttar frá drögum sem kynnt voru á fundi þann 21. nóvember sl. vilja undirrituð ítreka bókanir sem gerðar voru við málið á því stigi. Ef koma skal á heimgreiðslum þyrfti það að vera tímabundin lausn meðan byggð verða upp leikskólapláss til að mæta þeirri vöntun sem er og verður til staðar og þá telja undirrituð nauðsynlegt að tekjutengja styrkina svo þeir nýtist aðeins þeim sem á þurfa að halda. Reglurnar eru kynntar sem tilraunaverkefni og því er mikilvægt að það liggi fyrir hvernig árangur tilraunarinnar verður metinn áður en hún hefst.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur Kristínu Jóhannesdóttur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs að vinna minnisblað um reglurnar og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð - 3796. fundur - 02.02.2023

Liður 8. í fundargerð bæjarráðs dagsettri 26. janúar 2023:

Liður 2 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 16. janúar 2023:

Lögð fyrir til samþykktar drög að reglum um heimgreiðslur.

Áheyrnarfulltrúar: Andrea Ösp Andradóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um heimgreiðslur með fimm atkvæðum.

Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista og Ísak Már Jóhannesson S-lista óska að bóka:

Þar sem þær reglur um heimgreiðslur sem hér eru lagðar fram til samþykktar eru í meginatriðum óbreyttar frá drögum sem kynnt voru á fundi þann 21. nóvember sl. vilja undirrituð ítreka bókanir sem gerðar voru við málið á því stigi. Ef koma skal á heimgreiðslum þyrfti það að vera tímabundin lausn meðan byggð verða upp leikskólapláss til að mæta þeirri vöntun sem er og verður til staðar og þá telja undirrituð nauðsynlegt að tekjutengja styrkina svo þeir nýtist aðeins þeim sem á þurfa að halda. Reglurnar eru kynntar sem tilraunaverkefni og því er mikilvægt að það liggi fyrir hvernig árangur tilraunarinnar verður metinn áður en hún hefst.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur Kristínu Jóhannesdóttur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs að vinna minnisblað um reglurnar og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum fyrirliggjandi reglur um heimgreiðslur með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn. Í reglunum er gert ráð fyrir að forráðamenn geti sótt um mánaðarlegar greiðslur sem nemi 105.000 kr. þegar barn nær 12 mánaða aldri. Greiðslur falli niður þegar barni býðst leikskólapláss eða pláss hjá dagforeldri.

Hilda Jana Gísladóttir situr hjá.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Mikilvægast er að sveitarfélagið tryggi fjölgun leikskólarýma samhliða mati á því hvort og þá hvernig sé hægt að innrita 12 mánaða börn á leikskóla oftar yfir árið, en sérstaklega mikilvægt er að slíkt væri gert í samráði við fagfólk leikskólanna. Við höfum efasemdir um að með biðlistabótum, líkt og hér er um að ræða, sé jafnræðis gætt t.d. gagnvart fötluðu fólki sem er á biðlista eftir lögbundinni þjónustu. Það er óheppilegt að ekki liggi fyrir hvernig meta eigi árangurinn af umræddu tilraunaverkefni. Þá er óeðlilegt að ekki sé framkvæmt jafnréttismat áður en endanleg ákvörðun er tekin.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óskar bókað:

Samþykki að bjóða heimgreiðslur til foreldra og forráðamanna í tilraunaskyni á meðan ekki hefur tekist að brúa bil fæðingarorlofs og leikskóla. Það hefur verið stefna Akureyrarbæjar frá hausti 2021 að innrita 12 mánaða börn inn á leikskóla og ætti því að setja í algjöran forgang að útfæra hvernig hægt sé að innrita 12 mánaða börn oftar yfir árið og eyða biðlistum í stað þess að horfa til heimgreiðslna í framtíðinni.

Bæjarstjórn - 3523. fundur - 07.02.2023

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 2. febrúar 2023:

Liður 8. í fundargerð bæjarráðs dagsettri 26. janúar 2023:

Liður 2 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 16. janúar 2023:

Lögð fyrir til samþykktar drög að reglum um heimgreiðslur.

Áheyrnarfulltrúar: Andrea Ösp Andradóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um heimgreiðslur með fimm atkvæðum.

Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista og Ísak Már Jóhannesson S-lista óska að bóka:

Þar sem þær reglur um heimgreiðslur sem hér eru lagðar fram til samþykktar eru í meginatriðum óbreyttar frá drögum sem kynnt voru á fundi þann 21. nóvember sl. vilja undirrituð ítreka bókanir sem gerðar voru við málið á því stigi. Ef koma skal á heimgreiðslum þyrfti það að vera tímabundin lausn meðan byggð verða upp leikskólapláss til að mæta þeirri vöntun sem er og verður til staðar og þá telja undirrituð nauðsynlegt að tekjutengja styrkina svo þeir nýtist aðeins þeim sem á þurfa að halda. Reglurnar eru kynntar sem tilraunaverkefni og því er mikilvægt að það liggi fyrir hvernig árangur tilraunarinnar verður metinn áður en hún hefst.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur Kristínu Jóhannesdóttur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs að vinna minnisblað um reglurnar og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum fyrirliggjandi reglur um heimgreiðslur með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn. Í reglunum er gert ráð fyrir að forráðamenn geti sótt um mánaðarlegar greiðslur sem nemi 105.000 kr. þegar barn nær 12 mánaða aldri. Greiðslur falli niður þegar barni býðst leikskólapláss eða pláss hjá dagforeldri. Hilda Jana Gísladóttir situr hjá.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista óska bókað: Mikilvægast er að sveitarfélagið tryggi fjölgun leikskólarýma samhliða mati á því hvort og þá hvernig sé hægt að innrita 12 mánaða börn á leikskóla oftar yfir árið, en sérstaklega mikilvægt er að slíkt væri gert í samráði við fagfólk leikskólanna. Við höfum efasemdir um að með biðlistabótum, líkt og hér er um að ræða, sé jafnræðis gætt t.d. gagnvart fötluðu fólki sem er á biðlista eftir lögbundinni þjónustu. Það er óheppilegt að ekki liggi fyrir hvernig meta eigi árangurinn af umræddu tilraunaverkefni. Þá er óeðlilegt að ekki sé framkvæmt jafnréttismat áður en endanleg ákvörðun er tekin.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óskar bókað: Samþykki að bjóða heimgreiðslur til foreldra og forráðamanna í tilraunaskyni á meðan ekki hefur tekist að brúa bil fæðingarorlofs og leikskóla. Það hefur verið stefna Akureyrarbæjar frá hausti 2021 að innrita 12 mánaða börn inn á leikskóla og ætti því að setja í algjöran forgang að útfæra hvernig hægt sé að innrita 12 mánaða börn oftar yfir árið og eyða biðlistum í stað þess að horfa til heimgreiðslna í framtíðinni.


Heimir Örn Árnason kynnti og leggur fram svofellda tillögu:

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur sem fela í sér heimgreiðslur til foreldra/forráðamanna í tilraunaskyni til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla eða dagforeldra. Greiðslur falli niður þegar barni býðst leikskólapláss eða pláss hjá dagforeldri.

Hilda Jana Gísladóttir tók til máls og leggur til svofellda tillögu:

Gerð verði greining á árangri tilraunaverkefnisins með sérstakri áherslu á framkvæmd jafnréttismats.

Þá tóku til máls Sunnu Hlín Jóhannesdóttir, Heimir Örn Árnason og Hulda Elma Eysteinsdóttir.

Þá tók til máls Jana Salóme I. Jósepsdóttir og lagði fram svofellda tillögu:

Bæjarstjórn mun koma á laggirnar starfshópi sem falið verður að koma með tillögur um hvernig hægt sé að stíga næstu skref við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Tryggð verði aðkoma fagfólks, foreldra og kjörinna fulltrúa.

Þá tóku til máls Halla Björk Reynisdóttir, Andri Teitsson og Hilda Jana Gísladóttir.



Tillaga Hildu Jönu Gísladóttur S-lista er lögð fram til atkvæða:

Gerð verði greining á árangri tilraunaverkefnisins með sérstakri áherslu á framkvæmd jafnréttismats.

Tillagan var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


Tillaga Jönu Salóme I. Jósepsdóttur V-lista er lögð fram til atkvæða:

Bæjarstjórn mun koma á laggirnar starfshópi sem falið verður að koma með tillögur um hvernig hægt sé að stíga næstu skref við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Tryggð verði aðkoma fagfólks, foreldra og kjörinna fulltrúa.

Með tillögunni greiddu 5, á móti greiddu sex. Tillagan var felld.


Þá var tillaga meirihlutans lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum fyrirliggjandi reglur sem fela í sér heimgreiðslur til foreldra/forráðamanna í tilraunaskyni til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla eða dagforeldra. Greiðslur falli niður þegar barni býðst leikskólapláss eða pláss hjá dagforeldri.

Hilda Jana Gísladóttir, Jana Salóme I. Jósepsdóttir og Halla Birgisdóttir Ottesen sitja hjá.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme I. Jósepsdóttir óska bókað:

Mikilvægast er að sveitarfélagið tryggi fjölgun leikskólarýma samhliða mati á því hvort og þá hvernig sé hægt að innrita 12 mánaða börn á leikskóla oftar yfir árið, en sérstaklega mikilvægt er að slíkt væri gert í samráði við fagfólk leikskólanna. Við höfum efasemdir um að með biðlistabótum, líkt og hér er um að ræða, sé jafnræðis gætt t.d. gagnvart fötluðu fólki sem er á biðlista eftir lögbundinni þjónustu. Það er óheppilegt að ekki liggi fyrir hvernig meta eigi árangurinn af umræddu tilraunaverkefni. Þá er óeðlilegt að ekki sé framkvæmt jafnréttismat áður en endanleg ákvörðun er tekin. Þá óttumst við að biðlistabætur komi ekki til með að gagnast öllum, enda fáir sem geta framfleytt sér á 105 þúsund krónum á mánuði.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:

Við samþykkjum að bjóða heimgreiðslur til foreldra og forráðamanna í tilraunaskyni á meðan ekki hefur tekist að brúa bil fæðingarorlofs og leikskóla. Það hefur verið stefna Akureyrarbæjar frá hausti 2021 að innrita 12 mánaða börn inn á leikskóla og ætti því að setja í algjöran forgang að útfæra hvernig hægt sé að innrita 12 mánaða börn oftar yfir árið og eyða biðlistum í stað þess að horfa til heimgreiðslna í framtíðinni.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 34. fundur - 19.06.2023

Fyrir liggur tillaga að minniháttar breytingum á reglum um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Haukur Arnar Ottesen Pétursson fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir breytingar á reglum um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ.

Bæjarráð - 3814. fundur - 13.07.2023

Liður 15 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 19. júní 2023:

Fyrir liggur tillaga að minniháttar breytingum á reglum um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Haukur Arnar Ottesen Pétursson fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir breytingar á reglum um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2023 sbr. bókun í 2. lið fundargerðar bæjarstjórnar 20. júní sl.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á reglum um heimgreiðslur.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 47. fundur - 26.02.2024

Umræður um reglur um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að framlengja gildistíma reglna um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.

Ungmennaráð - 48. fundur - 06.03.2024

Ungmennaráð var upplýst um að fræðslu- og lýðheilsuráð hafi samþykkti að framlengja gildistíma reglna um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ og vísað reglunum til bæjarráðs. Ungmennaráð telur skiljanlegt að tímabilið hafi verið lengt.

Bæjarráð - 3841. fundur - 07.03.2024

Liður 3 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 26. febrúar 2024:

Umræður um reglur um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að framlengja gildistíma reglna um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti með fjórum atkvæðum að framlengja gildistíma reglna um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ til og með 31. júlí 2025 og vísar málinu til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn. Bæjarráð felur jafnframt forstöðumanni skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs að leggja fram minnisblað um nýtingu og reynslu úrræðisins fyrir bæjarstjórn.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista situr hjá.

Bæjarstjórn - 3543. fundur - 19.03.2024

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 7. mars 2024:

Liður 3 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 26. febrúar 2024:

Umræður um reglur um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að framlengja gildistíma reglna um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti með fjórum atkvæðum að framlengja gildistíma reglna um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ til og með 31. júlí 2025 og vísar málinu til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn. Bæjarráð felur jafnframt forstöðumanni skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs að leggja fram minnisblað um nýtingu og reynslu úrræðisins fyrir bæjarstjórn. Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista situr hjá.

Fyrir fundi bæjarstjórnar liggur minnisblað um nýtingu og reynslu af reglum um heimgreiðslur.

Heimir Örn Árnason kynnti.

Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Heimir Örn Árnason og Hilda Jana Gísladóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að framlengja gildistíma reglna um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ til og með 31. júlí 2025.