Úrgangsmál - rekstur grenndarstöðva og gámasvæðis

Málsnúmer 2022110167

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 127. fundur - 08.11.2022

Kynning á stöðunni.
Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu málsins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 128. fundur - 15.11.2022

Kynning á fyrirhuguðu útboði á söfnun og móttöku úrgangs.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Þórhallur Harðarson D-lista vék af fundi kl. 10:57.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 130. fundur - 20.12.2022

Fyrirkomulag á söfnun úrgangs í útboði umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrar rætt.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 131. fundur - 17.01.2023

Umræður og kynning á fyrirhuguðu útboði á sorphirðu.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundin undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 133. fundur - 21.02.2023

Á fundinn kom Sævar Freyr Sigurðsson ráðgjafi Akureyrar vegna útboðs sveitarfélagsins í hirðu úrgangs við heimili, rekstur grendargáma og gámasvæðis og hélt kynningu. Hann kynnti mögulegar leiðir sem bærinn getur farið með mismunandi áherslum og þá sérstaklega varðandi hirðu úrgangs við heimili. Kynntar voru nálganir sem byggja á þeim kerfum sem sveitarfélagið er nú þegar með í notkun en með mikið breyttum áherslum. Þær áherslubreytingar geta leitt af sér töluverða hagræðingu fyrir sveitarfélagið og íbúa ásamt því að draga verulega úr sjónrænum áhrifum af lögbundinni aukningu á söfnun úrgangs við heimili.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundin undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar fyrir kynninguna og samþykkir að fela starfsmönnum að vinna áfram að nýju kerfi með tvær tvískiptar tunnur fyrir hverja íbúð sem grunn, en þróa jafnframt valmöguleika um fjargáma fyrir íbúðaþyrpingar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 137. fundur - 18.04.2023

Sævar Freyr Sigurðsson ráðgjafi Akureyrarbæjar vegna útboðs sveitarfélagsins í hirðu úrgangs við heimili, rekstur grendargáma og gámasvæðis fór yfir stöðu útboðsins. Farið sérstaklega yfir útboð á ílátum.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundin undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 138. fundur - 02.05.2023

Lögð fram drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Akureyrarbæ og drög að reglum um djúpgáma.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 140. fundur - 06.06.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 5. júní 2023 varðandi útboð á meðhöndlun úrgangs, lagðar fram samþykktir um meðhöndlun úrgangs og lagt fram leiðbeiningarit um djúpgáma.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti samþykktir um meðhöndlun úrgangs á Akureyri og vísar til afgreiðslu í bæjarráði.


Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir leiðbeiningarit um djúpgáma.


Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir framlengingu á núgildandi samningi við Terra um hirðu við heimili, rekstur grenndargáma og rekstur safnsvæðis. Núgildandi samningur rennur út 31. ágúst nk. Samþykkt er að framlengja samninginn til 1. júní 2024.


Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur til að sorpílát verði í eigu Akureyrarbæjar og vísar málinu til umræðu í bæjarráði.

Bæjarráð - 3812. fundur - 15.06.2023

Liður 13 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 6. júní 2023:

Lagt fram minnisblað dagsett 5. júní 2023 varðandi útboð á meðhöndlun úrgangs, lagðar fram samþykktir um meðhöndlun úrgangs og lagt fram leiðbeiningarit um djúpgáma.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti samþykktir um meðhöndlun úrgangs á Akureyri og vísar til afgreiðslu í bæjarráði.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísa framlagðri samþykkt um meðhöndlun úrgangs á Akureyri til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 141. fundur - 20.06.2023

Lögð fram drög dagsett 16. júní 2023 varðandi fyrirkomulag á sorphirðu eftir innleiðingu nýrra íláta við heimahús.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarstjórn - 3531. fundur - 20.06.2023

Liður 10 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 15. júní 2023:

Liður 13 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 6. júní 2023:

Lagt fram minnisblað dagsett 5. júní 2023 varðandi útboð á meðhöndlun úrgangs, lagðar fram samþykktir um meðhöndlun úrgangs og lagt fram leiðbeiningarit um djúpgáma.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti samþykktir um meðhöndlun úrgangs á Akureyri og vísar til afgreiðslu í bæjarráði.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að vísa framlagðri samþykkt um meðhöndlun úrgangs á Akureyri til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.

Er nú lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Akureyrarbæ. Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra samþykkti drög að samþykktinni á fundi sínum 3. maí sl. og umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar þann 6. júní sl.

Andri Teitsson kynnti.

Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Hilda Jana Gísladóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Akureyrarbæ og vísar málinu til seinni umræðu í bæjarstjórn.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 142. fundur - 04.07.2023

Minnisblað dagsett 3. júlí 2023 vegna fyrirkomulags eftir innleiðingu nýrra íláta við heimahús.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fara í útboð á úrgangsílátum vegna innleiðingar á nýju sorpkerfi við heimili og óskað er eftir að kostnaður verði settur inn á fjárfestingaráætlun á árunum 2024-2028.

Bæjarráð - 3814. fundur - 13.07.2023

Liður 7 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 4. júlí 2023:

Minnisblað dagsett 3. júlí 2023 vegna fyrirkomulags eftir innleiðingu nýrra íláta við heimahús.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fara í útboð á úrgangsílátum vegna innleiðingar á nýju sorpkerfi við heimili og óskað er eftir að kostnaður verði settur inn á fjárfestingaráætlun á árunum 2024-2028.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í útboð á úrgangsílátum vegna innleiðingar á nýju sorpkerfi við heimili og að gert verði ráð fyrir kostnaði vegna þess í fjárhagsáætlun næsta árs.

Bæjarstjórn - 3533. fundur - 19.09.2023

Lögð fram til síðari umræðu í bæjarstjórn samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Akureyrarbæ. Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra samþykkti drög að samþykktinni á fundi sínum 3. maí sl. og umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar þann 6. júní sl. Fyrri umræða var í bæjarstjórn 20. júní sl. og var málinu þá vísað til síðari umræðu.

Andri Teitsson kynnti.

Til máls tók Hilda Jana Gísladóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Akureyrarbæ. Bæjarstjórn felur bæjarlögmanni að senda samþykktina til staðfestingar ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 149. fundur - 25.10.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 18. október 2023 varðandi opnun tilboða í útboði á flokkunarílátum vegna sorphirðingar.

Þrjú tilboð bárust.

Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri á rekstrardeild og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir á grundvelli fyrirliggjandi gagna að hefja samningaviðræður við lægstbjóðanda, Íslenska gámafélagið ehf. um kaup á flokkunarílátum vegna sorphirðingar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 152. fundur - 19.12.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 18. desember 2023 varðandi opnun tilboða í hirðu úrgangs við heimili á Akureyri.

Ísak Már Jóhannesson verkefnastjóri úrgangs- og loftlagsmála og Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri á rekstrardeild sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis og mannvirkjaráð samþykkir að hefja samningsviðræður við lægstbjóðanda, Terra umhverfisþjónustu hf., tilboðsblað 1, um dreifingu íláta og hirðu úrgangs við heimili á Akureyri með þeim fyrirvara að lægstbjóðanda standist útboðskröfur.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 153. fundur - 16.01.2024

Framtíð söfnunar á textíl í landi Akureyrarbæjar rædd.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis og mannvirkjaráð felur umhverfis og mannvirkjasviði, í samstarfi við nágrannasveitarfélög, að ganga til samninga við Rauða krossinn við Eyjafjörð um söfnun og flutning á textíl í kjölfar breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 155. fundur - 06.02.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 1. febrúar 2024 varðandi úrgangsmál og stöðuna á innleiðingu á nýju sorphirðukerfi.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Ísak Már Jóhannesson verkefnastjóri úrgangs- og loftlagsmála sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 157. fundur - 05.03.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 1. mars 2024 varðandi opnun tilboða í rekstur grenndarstöðva og gámasvæðis á Akureyri.

Tvö tilboð bárust og voru þau frá Terra umhverfisþjónustu hf. á kr. 188.172.101. og frá Íslenska gámafélaginu ehf. á kr. 168.404.870.

Ísak Már Jóhannesson verkefnastjóri úrgangs- og loftlagsmála og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfisdeild sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Íslenska gámafélagið ehf. um rekstur grenndarstöðva og gámasvæðis á Akureyri með þeim fyrirvara að lægstbjóðandi standist útboðskröfur.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 160. fundur - 23.04.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 17. apríl 2024 varðandi opnun tilboða vegna kaupa á sorpgámum. Einnig lagt fram minnisblað dagsett 19. apríl 2024 varðandi breytingar á núverandi gámasvæði í Réttarhvammi.

Ísak Már Jóhannesson verkefnastjóri úrgangs- og loftlagsmála, Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri á rekstrardeild og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við Terra umhverfisþjónustu hf. um kaup á gámum fyrir fjölbýlishús og húsaþyrpingar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 163. fundur - 04.06.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 31. maí 2024 varðandi stöðuna á innleiðingu nýs sorphirðukerfis.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Ísak Már Jóhannesson verkefnastjóri úrgangs- og loftlagsmála sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 165. fundur - 02.07.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 27. júní 2024 varðandi drög að gjaldskrá sorphirðu.

Ísak Már Jóhannesson verkefnastjóri úrgangs- og loftlagsmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða gjaldskrá fyrir sorphirðu og leggur til að atvinnu- og menningardeild þjónustu- og skipulagssviðs verði falið að gera kynningarefni fyrir bæjarbúa.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 165. fundur - 02.07.2024

Lögð fram drög að samningi um söfnun textíls.

Ísak Már Jóhannesson verkefnastjóri úrgangs- og loftlagsmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samninginn.

Bæjarráð - 3855. fundur - 11.07.2024

Lögð fram tillaga að gjaldskrá sorphirðu fyrir árið 2025. Málið var á dagskrá umhverfis- og mannvirkjaráðs 2. júlí sl. og samþykkti ráðið fyrir sitt leyti framlagða gjaldskrá og lagði til að atvinnu- og menningarteymi yrði falið að vinna kynningarefni fyrir bæjarbúa.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið og Ísak Már Jóhannesson verkefnastjóri úrgangs- og loftslagsmála sat fundinn í gegnum fjarfundabúnað.



Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.


Bæjarráð samþykkir gjaldskrá sorphirðugjalda fyrir árið 2025. Bæjarráð felur jafnframt atvinnu- og menningarteymi bæjarins að kynna vel breytingar á sorphirðukerfi og sorphirðugjöldum fyrir bæjarbúum.

Bæjarráð - 3860. fundur - 05.09.2024

Farið yfir stöðu innleiðingar á nýju sorphirðukerfi.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Ísak Már Jóhannesson verkefnastjóri úrgangs- og loftslagsmála og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 170. fundur - 01.10.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 26. september 2024 varðandi útboð á rekstri grenndarstöðva og gámasvæðis á Akureyri.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Ísak Már Jóhannesson verkefnastjóri úrgangs- og loftlagsmála sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 174. fundur - 03.12.2024

Lögð fram fyrri niðurstaða í máli Terra gegn Akureyrarbæ varðandi útboð á rekstri grenndarstöðva og gámasvæðis á Akureyri.

Aflétt er stöðvun samningsgerðar vegna útboðs varnaraðila, Akureyrarbæjar, auðkenndu „Útboð á rekstri grenndarstöðva og gámasvæðis á Akureyri“.