Handhafar viðurkenninga fræðslu- og lýðheilsuráðs. Mynd: Ragnar Hólm.
Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar boðaði til samverustundar í Brekkuskóla fyrr í dag þar sem nemendum og starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf, skólaárið 2022-2023.
Markmiðið með viðurkenningunum er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna. Viðurkenningin er einnig staðfesting á að viðkomandi nemandi, starfsmaður, skóli er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenningin nær til.
Óskað var eftir tilnefningum um nemendur, starfsfólk/kennara eða verkefni/skóli sem talin voru hafa skarað fram úr í starfi á síðasta skólaári. Heimtur voru með besta móti en um 74 tilnefningar bárust. Valnefnd, sem skipuð var fulltrúum frá fræðslu- og lýðheilsuráði, fræðslu- og lýðheilsusviði, Samtökum foreldra og Miðstöð skólaþróunar við HA fór yfir allar tilnefningar og úr varð að 28 viðurkenningar voru valdar.
Athöfnin hófst á tónlistaratriði en það var Valur Darri Ásgrímsson, nemandi í Brekkuskóla og Tónlistarskólanum á Akureyri sem flutti Distant Bells eftir Streabbog. Kristín Jóhannesdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs, afhenti síðan viðurkenningarnar til nemenda og starfsfólks.
Viðurkenningar hlutu:
- Amelia Anna Söndrudóttir Dudziak, nemandi í Oddeyrarskóla, fyrir að vera jákvæð, metnaðarfull, sýnir seiglu og þrautseigju
- Anna Kristín Þóroddsdóttir, nemandi í Brekkuskóla, fyrir vandaða framkomu, hjálpsemi og metnað í námi
- Bergrós Níelsdóttir og Kolfinna Stefánsdóttir, nemendur í Giljaskóla, fyrir að sýna frumkvæði og leiðtogahæfileika í skólastarfi
- Birkir Orri Jónsson, nemandi í Glerárskóla, fyrir framúrskarandi störf á sviði félagsmála
- Elvar Máni Gottskálksson, nemandi í Giljaskóla, fyrir jákvætt viðmót
- Eyþór Ingi Ólafsson, nemandi í Naustaskóla, fyrir að vera jákvæð fyrirmynd fyrir bekkjarsystkini sín
- Helena Lind Logadóttir, nemandi í Síðuskóla, fyrir dugnað, þrautseigju, vinnusemi og hjálpsemi
- Ingólfur Árni Benediktsson, nemandi í Naustaskóla, fyrir að vera frábær fyrirmynd sem fær hópinn með sér
- Ísold Vera Viðarsdóttir, nemandi í Glerárskóla, fyrir samskipti og viðleitni gagnvart samnemendum sínum og starfsfólki
- Kevin Prince Eshun, nemandi í Síðuskóla, fyrir framúrskarandi námsárangur í ÍSAT (Íslenska sem annað tungumál)
- Vilté Petkuté, nemandi í Lundarskóla, fyrir dugnað og metnað í námi, jákvæðni og hlýju
- Anna Lilja Hauksdóttir, Síðuskóla, fyrir fagmennsku í starfi sem þroskaþjálfi
- Astrid Hafsteinsdóttir, Giljaskóla, fyrir kennslu í textílmennt
- Bergmann Guðmundsson, Giljaskóla, fyrir jákvæðni, greiðvirkni og þjónustulund
- Bryndís Björnsdóttir, Naustaskóla, fyrir framúrskarandi gott viðmót, þolinmæði og lausnaleit – foreldrasamstarf
- Brynhildur Kristinsdóttir, Joris Rademaker og Rúnar Már Þráinsson, Brekkuskóla, fyrir fjölbreytta og skapandi starfshætti og umhyggju fyrir nemendum
- Elfa Rán Rúnarsdóttir, Lundarskóla, fyrir vellíðan í námi, leik og starfi
- Helga Halldórsdóttir, Glerárskóla, fyrir fagmennsku og stuðning við kennara
- Kolbrún Sigurðardóttir, Naustaskóla, fyrir framúrskarandi starf sem stuðningsfulltrúi
- Marzena Maria Kempisty, Naustatjörn, fyrir að vera framúrskarandi kennari/deildarstjóri
- Ólafur Sveinsson, Hlíðarskóla, fyrir framúrskarandi starfshætti
- Ragnheiður Ólafsdóttir, Brekkuskóla, fyrir framúrskarandi ævistarf
- Salbjörg J. Thorarensen, Glerárskóla, fyrir helgun í starfi
- Sveinbjörg Eyfjörð Torfadóttir, Tröllaborgum, fyrir áralangt yfirburðastarf sem kennari og deildarstjóri
- Veronika Guseva, Síðuskóla, fyrir að vera framúrskarandi starfsmaður
- Vordís Guðmundsdóttir, Lundarskóla, fyrir fagmennsku í starfi á unglingastigi og að vera einstakur kennari
- Ágústa Kort Gísladóttir, Kjartan Valur Birgisson, Leó Már Pétursson og Ragnheiður Inga Matthíasdóttir, nemendur í Brekkuskóla, fyrir verkefnið Skólablaðið Skugginn: Frumkvæði, dugnað, sköpunarkraft og sjálfstæði
- Kiðagil – Heimur og haf, fyrir frábært verkefni unnið í samvinnu við barnamenningu á Akureyri
Öllum verðlaunahöfum er óskað til hamingju með glæsilegan árangur og vel unnin störf við leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar.