Umferðaröryggisáætlun

Nýlega undirritaði Hermann Jón Tómasson bæjarstjóri samning Akureyrarbæjar og Umferðarstofu þar sem Akureyrarbær skuldbindur sig til að gera sérstaka umferðaröryggisáætlun. Markmiðið er að auka öryggi allra vegfarenda og að fækka óhöppum og slysum í umferðinni.

Sérstök áhersla er lögð á öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Umhverfi skóla, leikskóla, félagsmiðstöðva og íþróttamannvirkja verður metið sérstaklega. Upplýsingar um tjóna- og slysatíðni og slysakort verða notuð til að auðvelda tæknilegar aðgerðir til að ná tilætluðum árangri.

Tilnefndir voru þeir Unnsteinn Jónsson frá skipulagsnefnd og Jón Erlendsson frá framkvæmdaráði ásamt Helga Má Pálssyni frá framkvæmdadeild og Pétri Bolla Jóhannessyni frá skipulagsdeild til að vinna að framgangi áætlunarinnar í samráði við fulltrúa Umferðarstofu.



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan