Tínum upp ruslið í bæjarlandinu

Í framhaldi af hreinsunarviku og Stóra plokkdeginum efnir umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar til átaks gegn rusli á víðavangi og skorar á almenning að nota ruslatunnurnar, tína frekar upp rusl en að týna því.

Í auglýsingu eru tilgreindar nokkrar góðar ástæður til að ganga snyrtilega um umhverfið:

  • Smárusl, níkótínpúðar og sígarettustubbar skapa hættu fyrir börn og dýr
  • Plast og eiturefni eru skaðleg náttúrunni og getur tekið hundruð ára að eyðast
  • Rusl eyðileggur ánægju og upplifun af umhverfi­nu
  • Ruslatínsla er bæjarfélaginu kostnaðarsöm
  • Fólk sem hendir rusli á víðavangi er ekki góð fyrirmynd

Fjarlægjum rusl af víðavangi og fegrum enn frekar bæinn okkar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan