Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Breyting á stefnu um rekstrarskylda gististarfsemi á íbúðarsvæðum.

Skipulagsráð Akureyrarbæjar kynnir, í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
Í tillögunni eru gerðar breytingar á stefnu aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 varðandi heimildir fyrir rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á íbúðarsvæðum.

Tillaga að aðalskipulagsbreytingunni eru aðgengileg á 1. hæð, í Ráðhúsi Akureyrar. Einnig er hægt að skoða tillöguna hér.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn til 15. apríl 2020 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

 

4. mars 2020
Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan