Nú styttist í umsóknarfrest í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra en fresturinn er til hádegis 16. október.
Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja við verkefni sem falla að Sóknaráætlun Norðurlands eystra í þremur flokkum, atvinnu og nýsköpun, menningu og stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar.
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) annast umsýslu sjóðsins í landshlutanum og er auglýst einu sinni á ári eftir umsóknum um styrki.
Umsækjendur er hvattir til að skoða upplýsingar hér á heimasíðu SSNE: Uppbyggingarsjóður | SSNE.is