Síðustu forvöð að sækja um stuðning vegna Akureyrarvöku

Karókí í Ráðhúsinu var eitt af verkefnunum sem fékk styrk í fyrra. Ljósmynd: Andrés Rein Baldursson.
Karókí í Ráðhúsinu var eitt af verkefnunum sem fékk styrk í fyrra. Ljósmynd: Andrés Rein Baldursson.

Frestur til að sækja um stuðning vegna viðburða á Akureyrarvöku 2023 rennur út á miðnætti.

Óskað er eftir hugmyndum að spennandi dagskrárliðum og viðburðum fyrir hátíðna. Hér er tilvalið tækfæri fyrir skapandi einstaklinga og listafólk til að láta ljós sitt skína og gera Akureyrarvökuhelgina sem skemmtilegasta.

Styrkfjárhæðir verða á bilinu 50.000-300.000 kr.

Einnig er hægt að senda inn viðburði sem ekki þurfa stuðning en verða undir dagskrá og merkjum Akureyrarvöku.

Umsóknarfrestur er til og með 26. júlí 2023.

Sótt er um á www.Akureyrarvaka.is.

Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá verkefnastjóra sumarhátíða með því að senda tölvupóst á holmfridur.kristin.karlsdottir@akureyri.is.

Akureyrarvaka er haldin árlega sem næst afmæli Akureyrarbæjar og að þessu sinni helgina 24. – 26. ágúst.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan