Samþykkt skipulagstillaga - Stígakerfi Akureyrar

Skipulagsstofnun staðfesti 15. janúar 2021 breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem samþykkt var í bæjarstjórn 1. desember 2020.
Í breytingunni er sett fram heildstæð stefna um uppbyggingu stígakerfis Akureyrarbæjar með það að markmiði að stuðla að bættum samgöngum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsstofnun, 15. janúar 2021.

B deild - Útgáfud.: 29. janúar 2021

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan