Samningur um jarðvegsvinnu á Þórssvæði undirritaður

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Karl Magnússon frá Nesbræðrum takast í hendur að lokinni undir…
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Karl Magnússon frá Nesbræðrum takast í hendur að lokinni undirritun samningsins í morgun.

Í morgun var undirritaður í Þórsheimilinu Hamri verksamningur Akureyrarbæjar við verktakafyrirtækið Nesbræður ehf. um jarðvegsvinnu og frágang við gerð undirlags fyrir gervigras á nýjum æfingavelli á Þórssvæðinu.

Verkið skal hafið strax við undirskrift samningsins og er því skipt í tvo áfanga. Fyrri hluta skal lokið fyrir 1. nóvember 2024 en hinum síðari 15. apríl 2025. Fyrir verkið verða greiddar tæplega 110 milljónir króna.

Um er að ræða jarðvegsskipti, fergjun og jöfnun á æfingavellinum en einnig er innifalið í verki jarðvegsskipti fyrir ljósamöstrum og stoðvegg við enda vallar.

Fjögur tilboð bárust. Það lægsta var frá Nesbræðrum að upphæð tæplega 110 milljónir króna og hafði umhverfis- og mannvirkjaráð áður samþykkt að ganga til samninga við Nesbræður vegna verkefnisins.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan