Fjöldi fólks leggur leið sína í norður um páskana, enda er mikið um að vera og þéttskipuð dagskrá í bænum alla dagana. Skíðasnjórinn í Hlíðarfjalli hefur ómótstæðilegt aðdráttarafl og sömuleiðis rennibrautir, heitir pottar, gufan og laugarnar í Sundlaug Akureyrar.
Menningarlífið blómstrar sem aldrei fyrr um páska og tekin hefur verið saman dagskrá um það helsta sem er á boðstólum á heimasíðunni halloakureyri.is þar sem er jafnframt að finna ýmsar upplýsingar um opnunartíma, gististaði og veitingahús ásamt með ýmis konar afþreyingu í bænum og næsta nágrenni hans.