Ný vefsjá vegna Blöndulínu 3

Í nýrri vefsjá er hægt að skoða
Í nýrri vefsjá er hægt að skoða "fyrir og eftir" myndir frá nokkrum stöðum á leið Blöndulínu 3.

Landsnet hefur sett í loftið nýja vefsjá þar sem er hægt að skoða aðalvalkost vegna Blöndulínu 3 ásamt myndum sem gefa hugmynd um ásýnd línunnar frá ýmsum nærliggjandi stöðum. 

Unnið er að umhverfismati á Blöndulínu 3, sem fyrirhugað er að leggja frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Til­gang­ur fram­kvæmd­ar­inn­ar er að styrkja meg­in­flutn­ings­kerfi raf­orku á Norður­landi en jafn­framt er hún mikilvægur liður í að auka flutn­ings­getu byggðalínu­hrings­ins.

Aðalvalkostur Blöndulínu 3 felur í sér 220 kV loftlínu, samtals 102,6 km leið auk 15,2 km 132 kV jarðstrengs í Skagafirði. Lega línunnar er fyrirhuguð um fimm sveitarfélög og er Akureyrarbær þeirra á meðal. 

Smelltu hér til að skoða nýja vefsjá Landsnets þar sem fyrirhuguð lega línunnar er sýnd á aðgengilegan hátt ásamt myndum af ýmsum svæðum fyrir og eftir framkvæmdir. Einnig er hægt að skoða legu lína og ásýndarmyndir af öðrum valkostum sem voru metnir.

Hér eru nánari upplýsingar um verkefnið. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan