Ný leitarvél á heimasíðu

Miðvikudaginn 22. maí skiptum við um leitarvél á heimasíðu Akureyrarbæjar og á vef Amtsbókasafnsins. Fyrstu vikurnar má búast við að sumar leitir gefi skrýtin svör en leitarvélin á að verða betri eftir því sem hún er notuð meira og verður vonandi framúrskarandi á endanum.

Leitarvélin er innleidd í samstarfi allnokkurra sveitarfélaga fyrir tilstuðlan Sambands íslenskra sveitarfélaga. Einnig er komið gagnvirkt spjallmenni á heimasíðuna sem nýtir gervigreind, en leitarvélin og spjallmennið er afrakstur samstarfs fyrirtækjanna Cludo og Miðeindar. Nánari upplýsingar hér. 

Ef þið finnið ekki það sem þið eruð að leita að minnum við á hægt er að spjalla við þjónustuverið á milli 9 og 15 alla virka daga eða senda tölvupóst á akureyri@akureyri.is á öðrum tímum.

Ef þið hafið ábendingar varðandi leitarvélina eða spjallmennið má senda þær inn hér, en við hvetjum fólk til að gefa leitarvélinni nokkra daga til að læra áður en þið sendið inn athugasemdir.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan