Eftirtaldar skipulagstillögur eru auglýstar samhliða:
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 fyrir Holtahverfi
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 15. desember 2020 samþykkt að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breyting er gerð á reitum ÍB17 og ÍB18. Helstu breytingar eru að áætlaðri skiptingu íbúðategunda (einbýli, par-/raðhús, fjölbýli) er breytt og gert ráð fyrir fleiri íbúðum í fjölbýli sem aftur felur í sér að heildarfjöldi íbúða eykst nokkuð. Þá er gert ráð fyrir að hámarkshæð fjölbýlishúsa geti verið allt að fjórar hæðir.
Greinargerð
Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Holtahverfi norður
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagi.
Skipulagssvæðið afmarkast af Undirhlíð í suðaustri, Hörgárbraut í suðri, Hlíðarbraut og athafnasvæði í Krossaneshaga í vestri, Krossanesbryggju í norðri, ósnertri strandlengjunni að norðan og iðnaðar- og hafnarsvæðinu við Sandgerðisbót að austan,.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir nýrri íbúðabyggð norðaustan við Krossanesbraut með blandaðri byggð fjölbýlishúsa, raðhúsa, parhúsa og einbýlishúsa. Umferðarskipulag verður bætt, nýjir stígar og útivistarsvæði verða í hverfinu og áhersla verður á vistvænt skipulag og umhverfisvænar samgöngur.
Við gildistöku deiliskipulags Holtahverfis fellur deiliskipulag Einholts og deiliskipulag Undirhlíðar-Miðholts úr gildi.
Uppdráttur
Greinargerð
Húsakönnun
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Stórholt – Lyngholt
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu.
Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á afmörkun skipulagssvæðisins í samræmi við nýtt deiliskipulag Holtahverfis norður.
Uppdráttur
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Sandgerðisbót
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu.
Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á afmörkun skipulagssvæðisins í samræmi við nýtt deiliskipulag Holtahverfis norður.
Uppdráttur
Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út mánudaginn 1. febrúar 2021 og skal athugasemdum skilað skriflega til skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum við skipulag, s.s. kennitala, nafn og netfang eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsingar hjá Akureyrarbæ hér.
Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn þeirra sem senda athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs sem eru birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar.