Nr. 859/2014 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. VMA, Fiskitangi 4 og Perlugata 7

Deiliskipulag Verkmenntaskólans á Akureyri.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 28. ágúst 2014 í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulag fyrir Verkmenntaskólann á Akur­eyri.
Deiliskipulagið gerir m.a. ráð fyrir tveimur nýbyggingum auk viðbygginga við núverandi húsnæði.

Breyting á deiliskipulagi – Fiskitangi 4.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 16. september 2014 í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Fiskitanga 4.
Breytingartillagan gerir ráð fyrir niðurrifi á tveimur bröggum á lóðinni nr. 4 við Fiskitanga.

Breyting á deiliskipulagi – Breiðholt, hesthúsahverfi – Perlugata 7.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 16. september 2014 í samræmi við við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Breiðholt, hesthúsahverfi.
Um er að ræða stækkun á byggingarreit um tvo metra innan lóðar. Nýtingarhlutfall lóðar­innar helst óbreytt.

Deiliskipulagstillögurnar hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi.

F.h. Akureyrarkaupstaðar, 16. september 2014,

Margrét Mazmanian Róbertsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.

B-deild - Útgáfud.: 1. október 2014

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan