Nr. 576/2014 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Deiliskipulag Hagahverfis, deiliskipulagsbreyting á reit 28 og Naustagötu og deiliskipulag Glerárvirkjunar II.

Deiliskipulag Hagahverfis og deiliskipulagsbreyting á reit 28 og Naustagötu.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 20. maí 2014 í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulag fyrir Hagahverfi, 3. áfanga Nausta­hverfis og deiliskipulagsbreytingu fyrir reit 28 og Naustagötu. 
Deiliskipulagið felur m.a. í sér að skipulagt er nýtt íbúðahverfi með sérbýlis- og fjölbýlishúsalóðum ásamt lóðum fyrir þjónustu og verslun.
Deiliskipulagsbreytingin á reit 28 og Naustagötu felur í sér að skipulagsmörk eru samræmd nýju skipulagi Hagahverfis og brú á Naustabraut felld út.

Deiliskipulag Glerárvirkjunar II.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 20. maí 2014 í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulag fyrir Glerárvirkjun II á Glerárdal.
Deiliskipulagið felur í sér að m.a. er gert ráð fyrir 6 m hárri stíflu í Glerá ofan Glerárgils sem myndar um 1,0 ha lón. Stöðvarhús verður í Réttar­hvammi og 6 km niðurgrafin þrýstipípa verður frá lóni að stöðvarhúsi. Efnislosun og geymslusvæði er við Réttar­hvamm og áningastaðir og göngustígar eru skipulagðir á Glerárdal.

Deiliskipulagstillögurnar hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi.

F.h. Akureyrarkaupstaðar, 3. júní 2014,

Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.

B-deild - Útgáfud.: 19. júní 2014

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan