Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 18. mars 2014 í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu
fyrir miðbæ Akureyrar, Glerárgötu 3, 5 og 7.
Breytingin felur í sér að lóðir nr. 3 og 5 við Glerárgötu eru sameinaðar lóð nr. 7 við sömu götu. Heimilt er að
fjarlægja byggingar á lóðinni og breytast m.a. aðkoma, bílastæði, byggingarreitur og byggingarskilmálar.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 9. apríl 2014,
Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála
B-deild - Útgáfud.: 2. maí 2014