Nr. 369/2015 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Breyting á deiliskipulagi miðbæjar

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 7. apríl 2015 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir miðbæ Akureyrar.
Breytingin er gerð á texta í kafla 5.3 í greinargerð sem heitir nú: Hönnun og uppdrættir vegna nýbygginga, viðbygginga og breytinga á eldra húsnæði.
Allar umsóknir um byggingarleyfi innan marka deiliskipulagsins sem varða útlit, form eða innra skipulag, skulu lagðar fyrir skipulagsnefnd sem metur þessa hluti sérstaklega áður en hún leyfir framlagningu aðaluppdrátta.
Áður en aðaluppdrættir vegna nýbygginga eru lagðir fram skal leggja fram forteikningar, m.a. þrívíðar sem gera með greinargóðum hætti grein fyrir ofantöldum atriðum. Ekki er þörf á slíku þegar um er að ræða viðbyggingu eða breytingar á formi eða útliti á eldra húsnæði.
Allar breytingar á friðuðum húsum og húsum eldri en 100 ára og nánasta umhverfi þeirra, eftir því sem við á, eru háðar samþykki Minjastofnunar Íslands.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Akureyrarkaupstaðar, 8. apríl 2015,

Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.

B-deild - Útgáfud.: 22. apríl 2015

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan