Breyting á deiliskipulagi, Súluvegur, Miðhúsabraut og Þingvallastræti.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 18. mars 2014 í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipu-lagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir
Súluveg, Miðhúsabraut og Þingvalla-stræti.
Breytingin felur í sér að merkingu lóða er breytt og byggingarreitur er stækkaður.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 19. mars 2014,
Margrét Mazmanian Róbertsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild – Útgáfud.: 2. apríl 2014