Deiliskipulag Hlíðarfjalls.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 4. febrúar 2014 í samræmi við 3. mgr. 41. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt deiliskipulag fyrir Hlíðarfjall.
Deiliskipulagið gerir m.a. ráð fyrir nýjum skíðalyftum, þjónustumiðstöð, gistiskálum og hótelum. Nýjar
skíðaleiðir eru skilgreindar og gert ráð fyrir nýju vatnssöfnunarlóni til snjóframleiðslu.
Með auglýsingu þessari fellur úr gildi eldra deiliskipulag fyrir Hlíðarfjall, ásamt síðari breytingum.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.
F.h. Akureyrarkaupstaðar, 4. mars 2014,
Margrét Mazmanian Róbertsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.
B-deild - Útgáfud.: 19. mars 2014