Nr. 208/2015 AUGLÝSING um skipulagsmál í Akureyrarkaupstað. Þingvallastræti 23 og Borgargil 1

Breyting á deiliskipulagi tjaldsvæðisreits við Þórunnarstræti.
Skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar hefur þann 25. febrúar 2015 samþykkt deiliskipulags­breytingu fyrir tjaldsvæðisreit við Þórunnarstræti á lóð Þingvallastrætis 23, á grundvelli e-liðar 4. gr. í samþykkt um skipulagsnefnd.
Breytingin felur í sér að byggingarreitur fyrir vesturálmu stækkar til suðurs og nýtingar­hlutfall hækkar lítillega.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Breyting á deiliskipulagi Giljahverfis.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 17. febrúar 2015 samþykkt deiliskipulags­breytingu í Giljahverfi fyrir lóðir Giljaskóla og Borgargils 1.
Breytingin felur í sér að 274,9 m² eru teknir af lóð Giljaskóla sem leggjast við lóð Borgargils 1. Lóð Giljaskóla verður 25.910,7 m² eftir breytingu og lóð Borgargils 1 verður 2.995,8 m².
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Akureyrarkaupstaðar, 2. mars 2015,

Anna Bragadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála.

B-deild - Útgáfud.: 3. mars 2015

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan