Niðurstaða bæjarstjórnar – Glerárgata 36 og Stígakerfi Akureyrar

Deiliskipulag Hvannavallareits – Glerárgata 36
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 1. desember 2020 samþykkt deiliskipulag Hvannavallarreits í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið nær yfir lóð Glerárgötu 36 sem afmarkast af Tryggvabraut í norðri, Hvannavöllum í austri, aðliggjandi lóðir í suðri og Glerárgötu í vestri. Í deiliskipulaginu felst að heimilt verði að rífa núverandi byggingar á norðurhluta lóðarinnar, meðfram Glerárgötu verði tvö hús fjögurra og fimm hæða, samtengd með einnar hæða tengibyggingum, tveggja hæða verslunarhús meðfram Tryggvabraut og austast á lóðinni er gert ráð fyrir verslunarhúsi á einni hæð. Lóðarmörkum er breytt svo rými verði fyrir endurbætta Tryggvabraut og skerðingu lóða til þess að gera ráð fyrir hringtorgi.

Tillagan var auglýst frá 24. júní til 5. ágúst 2020. Var tillagan samþykkt með minniháttar breytingum frá auglýstri tillögu.
Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 fyrir stígakerfið
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 1. desember 2020 samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 í samræmi við 2. mrg. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna Stígakerfis Akureyrar.
Breytingin felur í sér nýtt heildarskipulag fyrir stígakerfi Akureyrar.
Tillagan var auglýst frá 23. september til 6. nóvember 2020. Sex athugasemdir bárust. Bæjarstjórn hefur afgreitt athugasemdirnar og sent þeim sem gerðu athugasemdir umsögn sína. Gerðar voru nokkrar breytingar á tillögunni til að koma til móts við hluta athugasemda.
Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögurnar og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð.

9. desember 2020
Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan